Nightingale er lausn sem hjálpar okkur að hafa yfirsýn yfir ástandið og taka réttar ákvarðanir í kjölfarið. Hægt er setja sér mælanleg markmið og fylgjast með hvort þeim sé náð. Hægt er að halda utanum áhrifavalda, verkefni eða atburði og meta hvað er að hafa áhrif. Í Nightingale er einnig hægt að setja upp margskonar samsettar árangursvísitölur þar sem árangursmælingum er blandað saman eftir mikilvægi.
Útgáfa
Þættir
Listi yfir breytingar
Samantekt
Í þessari útgáfu hafa meðal annars verið gerðar umbætur á útliti Nightingale, notendur geta nú valið uppáhalds heimsmarkmið og séð þau á mælaborði sínu ásamt því að fyrstu skref við samþættingu við DecideAct hafa verið tekin.
Umbætur
- Umbætur á útliti Nightingale Innskráningarsíða hefur nú nýja hönnun og lita palletta hefur verið endurnýjuð. Stíll á gáreitum(checkbox) hefur verið einfaldaður svo að allir gáreitir hafa sama stíl.
Nýtt
- Heimsmarkmið: Uppáhalds heimsmarkmið Notendur geta núna valið þeirra uppáhalds heimsmarkmið til þess að hafa greiðan aðgang að þeim í gegnum mælaborðið.
- Mælingar/Fyrirtæki/stofnanir: Samþætting við DecideAct Fyrirtæki og stofnanir geta núna valið um að samþætta Nightingale við DecideAct til þess að geta tengt saman mælingar í Nightingale við KPIs í DecideAct.
Villur
- Mæligildi: Ef viðhengi við mæligildi eru of stór þá birtast villuskilaboð til notenda.