Lýsing
Hlutfall einstaklinga í fullu starfi skal reiknað sem fjöldi einstaklinga sem eru í fullu starfi (teljari) deilt með heildarvinnuafli sveitarfélagins (nefnari). Niðurstaðan skal margfölduð með 100 og sett fram sem prósenta. Fjöldi íbúa sveitarfélagsins í fullu starfi skal ná yfir þá sem eru sjálfstætt starfandi og taka aðeins til þeirra sem vinna að lágmarki 35 klst. á viku í einu starfi og eru á löglegum vinnualdri. (Alþjóðavinnumálastofnunin). Gagnaveitur: Vinnumálastofnun og Hagstofa Íslands.