Vísitölur

Samtals: 113

Nafn
Lýsing
Aðgerðir
05 Efnahagur
ISO37120
05 Efnahagur
ISO37122
06 Menntun
ISO37122
06 Menntun
ISO37120
07 Orka
ISO37122
07 Orka
ISO37120
08 Umhverfi
ISO37120
08 Umhverfi
ISO37122
09 Fjármál
ISO37120
09 Fjármál
ISO37122
10 Stjórnsýsla
ISO37122
10 Stjórnsýsla
ISO37120
11 Heilsa
ISO37120
11 Heilsa
ISO37122
12 Húsnæði
ISO37122
12 Húsnæði
ISO37120
13 Fólksfjöldi og félagsaðstæður
ISO37120
13 Fólksfjöldi og félagsaðstæður
ISO37122
14 Afþreying
ISO37122
14 Afþreying
ISO37120
15 Öryggi
ISO37122
15 Öryggi
ISO37120
16 Úrgangur
ISO37120
16 Úrgangur
ISO37122
17 Íþróttir og menning
ISO37120
17 Íþróttir og menning
ISO37122
18 Fjarskiptatækni
ISO37122
18 Fjarskiptatækni
ISO37120
19 Samgöngumál
ISO37122
19 Samgöngumál
ISO37120
20 Staðbundinn landbúnaður og fæðuöryggi
ISO37122
20 Staðbundinn landbúnaður og fæðuöryggi
ISO37120
21 Borgarskipulag
ISO37120
21 Borgarskipulag
ISO37122
22 Fráveita
ISO37122
22 Fráveita
ISO37120
23 Vatn
ISO37120
23 Vatn
ISO37122
Aðrir lýðheilsuvísar
Aðrir lýðheilsuvísar
Áhættuhegðun
Almenn þátttaka
Almenn vellíðan
Árangur gervigreindar
Árangur gervigreindar
Borgaraleg réttindi
Borgaraleg réttindi gera einstaklingum kleift að taka þátt í samfélaginu án afskipta yfirvalds og annarra stofnana eða einkaaðila. Þessi réttindi innfela pólitísk réttindi, félagsleg réttindi, sem og rétt til tjáningar og eigna. Þau stuðla að reisn og virðingu og auðvelda einstaklingnum þátttöku í að byggja upp frjálst og lýðræðislegt samfélag þar sem ólíkar raddir fólks heyrast og tekið er tillit til þeirra.
Einelti og slys
Félagslegt jafnræði
Félagslíf
Fjárhagsþröng
Forvarnir
Framfaravogin
Vísitala sem mælir félagslegar framfarir í Kópavogsbæ m.v. uppsetningu og hlutföll mæligilda sem skilgreind voru 2019. Uppbygging vísitölunnar er samkvæmt fyrirfram skilgreindum atriðum sem ná yfir þrjár víddir: Grunnþarfir, Grunnstoðir Velferðar og Tækifæri. Innan hverrar víddar eru síðan fjórir þættir og er hver þeirra byggður upp á (2)/3-7 vísum. Vísitalan byggist þannig á 55 vísum í 12 þáttum og 3 víddum.
Framhaldsmenntun
Fræðslu- og rannsóknarstofnanir á efri námsstigum geta stuðlað að nýsköpun og hjálpað til við að leysa jafnt staðbundin sem alþjóðleg vandmál. Mikilvægt er að tryggja aðgengi karla jafnt sem kvenna af öllum þjóðfélagsstigum að aðgengi að framhaldsmenntun og gæta verður jafnræðis í hvívetna.
Geðheilbrigði
Grunnmenntun
Menntun er grunnforsenda framfara, frelsis og eflingu einstaklingsins. Með grunnþekkingu í lestri, skrift og stærðfræði getur einstaklingur bætt samfélagslegar og efnahagslegar kringumstæður sínar og tekið aukinn þátt í samfélaginu. Menntun er þannig nauðsynleg til að byggja upp réttlátt samfélag.
Grunnstoðir velferðar
Grunnþarfir
Heilbrigði
Félagslegar framfarir byggja m.a. á traustu heilbrigðiskerfi sem og heilsusamlegri og góðri næringu. Þessir tveir þættir eru ekki aðeins forsendur til að lifa af. Afleiðing að því að hafa ekki aðgengi að nauðsynlegri næringu og heilsugæslu hefur neikvæð áhrif á samfélög.
Heilsa & vellíðan
Heilsa og vellíðan samanstendur af fjórum þáttum: Forvörnum, geðheilbrigði, líkamlegri heilsu og vellíðan. Víddin byggist á 6., 24. og 27. gr. barnasáttmálans. Þar segir að sérhvert barn hafi meðfæddan rétt til lífs og tryggt skuli að börn megi lifa og þroskast. Til að tryggja þann rétt er nauðsynlegt að börn njóti besta heilsufars sem hægt er að tryggja og njóti lífsafkomu sem nægir því til að ná líkamlegum, sálrænum, andlegum, siðferðilegum og félagslegum þroska.
Heilsa og líðan
Heilsa og vellíðan mælir hversu heilbrigðu lífi fólk hefur tök á að lifa. Hér er horft til þeirra þátta sem aðstoða einstaklinginn við að draga úr ótímabærum dauðsföllum af ýmsum fyrirbyggjanlegum sjúkdómum. Geðheilbrigði er mikilvægt þegar horft er til getu einstaklingsins til að lifa hamingjusömu lífi.
Hlutfall fullorðinna sem á frekar eða mjög erfitt með að ná endum saman
Almennt séð hafa rannsóknir sýnt jákvætt samband á milli félags- og efnahagslegrar stöðu og heilsu. Munur á heilsu fólks eftir fjárhagsstöðu er tiltölulega minni hér á landi í samanburði við mörg önnur lönd. Einstaklingar sem búa við góðan efnahag eru alla jafna við betri heilsu og ástunda heilsusamlegri lifnaðarhætti en þeir sem búa við lakari kost. Samkvæmt rannsókninni Heilsa og líðan Íslendinga eru þeir sem eiga erfitt með að ná endum saman óhamingjusamari en þeir sem eiga auðvelt með það og þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðis eru líklegri til að eiga erfitt með að ná endum saman en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Spurning: Hversu auðvelt eða erfitt hefur það verið fyrir þig og fjölskyldu þína (ef við á) að ná endum saman fjárhagslega (svo sem að borga fyrir mat, húsnæði og reikninga) að undanförnu? Svarmöguleikar: Mjög auðvelt. Frekar auðvelt. Hvorki auðvelt né erfitt. Frekar erfitt. Mjög erfitt. Vil ekki svara. Veit ekki. Þessi sami vísir var birtur árin 2016, 2018, 2019 og 2020 undir heitinu „Eiga erfitt með að ná endum saman“. Þegar þessi vísir var birtur árin 2016 og 2018 var gagnalindin rannsóknin Heilsa og líðan Íslendinga sem framkvæmd er af embætti landlæknis á fimm ára fresti. Frá og með árinu 2019 hefur gagnalindin fyrir þennan vísi verið árleg vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis sem Gallup framkvæmir fyrir Embætti landlæknis. Ástæða þess að gagnalindinni var breytt er að nauðsynlegt að fylgjast náið með þróuninni á þessu sviði þar sem margt getur gerst á stuttum tíma sem getur haft áhrif á möguleika fólks að ná endum saman. Árið 2019 fjölgaði þátttakendum í vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis nokkuð. Fram að þeim tíma var mánaðarlega tekið slembiúrtak innan hvers heilbrigðisumdæmis úr viðhorfahópi Gallup sem skilaði um 4-5.000 svörum yfir árið. Frá og með árinu 2019 bættust árlega við svör u.þ.b. 5.000 þátttakenda í sveitarfélagakönnun Gallup sem framkvæmd er í lok hvers árs meðal íbúa í 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Einnig hafa frá árinu 2019 bæst við viðbótarsvör sem hafa fengist með slembiúrtaki úr þjóðskrá í þeim sveitarfélögum sem hafa gert samning við Gallup um slíkt.
Hlutfall fullorðinna sem borðar grænmeti og ávexti fimm sinnum á dag eða oftar
Reiknað er hlutfall fullorðinna sem borðar grænmeti og ávexti fimm sinnum á dag eða oftar. Rífleg neysla á grænmeti og ávöxtum er tengd minni líkum á þyngdaraukningu, hjarta- og æðasjúkdómum og ýmsum tegundum krabbameina. Í ráðleggingum um mataræði er mælt með að borða fimm skammta af ávöxtum og grænmeti daglega eða minnst 500 grömm samtals. Þetta er í samræmi við norrænar næringarráðleggingar frá árinu 2012 og aðgerðaáætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar á sviði næringar þar sem hvatt er til aukinnar neyslu á grænmeti og ávöxtum til að draga úr líkum á langvinnum sjúkdómum. Samkvæmt Global Burden of Disease þá er mataræði einn af stærstu einstöku áhættuþáttum fyrir sjúkdómabyrði hér á landi. Þrátt fyrir að ávaxta- og grænmetisneysla hafi aukist hér á landi er hún enn lítil. Íslendingar neyta sjaldnar grænmetis og ávaxta heldur en íbúar annarra Norðurlanda. Spurning: Hversu oft neytir þú eftirfarandi fæðutegunda? a) Ávextir eða ber. b) Grænmeti (ferskt, fryst, soðið eða matreitt). Svarmöguleikar: Fimm sinnum á dag eða oftar. Fjórum sinnum á dag. Þrisvar sinnum á dag. Tvisvar sinnum á dag. Einu sinni á dag. 4-6 sinnum í viku. 2-3 sinnum í viku. Einu sinni í viku. Sjaldnar en einu sinni í viku. Aldrei. Vil ekki svara. Veit ekki. Þegar þessi vísir var fyrst birtur árið 2016 var gagnalindin rannsóknin Heilsa og líðan Íslendinga sem framkvæmd er af Embætti landlæknis á fimm ára fresti. Frá og með árinu 2017 hefur gagnalindin fyrir þennan vísi verið árleg vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis sem Gallup framkvæmir fyrir Embætti landlæknis. Árið 2019 fjölgaði þátttakendum í vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis nokkuð. Fram að þeim tíma var mánaðarlega tekið slembiúrtak innan hvers heilbrigðisumdæmis úr viðhorfahópi Gallup sem skilaði um 4-5.000 svörum yfir árið. Frá og með árinu 2019 bættust árlega við svör u.þ.b. 5.000 þátttakenda í sveitarfélagakönnun Gallup sem framkvæmd er í lok hvers árs meðal íbúa í 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Einnig hafa frá árinu 2019 bæst við viðbótarsvör sem hafa fengist með slembiúrtaki úr þjóðskrá í þeim sveitarfélögum sem hafa gert samning við Gallup um slíkt.
Hlutfall fullorðinna sem drekkur sykraða og/eða sykurlausa gosdrykki daglega eða oftar
Neysla á sykurríkum vörum eykur líkur á offitu og tannskemmdum og mikil neysla á sykruðum gos- og svaladrykkjum getur auk þess aukið líkur á sykursýki af tegund II. Í ráðleggingum Embættis landlæknis um mataræði er ráðlagt að minnka neyslu á viðbættum sykri. Sykurneysla hér á landi er of mikil miðað við það hámark sem gefið er í ráðleggingum, þ.e. að hún sé minni en 10% af orku. Þetta á sérstaklega við hjá börnum og ungmennum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur jafnvel að enn frekari takmörkun á sykurneyslu, þ.e. að hún verði minni en 5% af orkunni, geti verið til bóta. Samkvæmt niðurstöðum landskönnunar á mataræði 2010-2011 kom rúmlega þriðjungur af viðbættum sykri í fæði Íslendinga úr gos- og svaladrykkjum. Einfaldasta leiðin til að draga úr sykurneyslu er því að minnka neyslu á þessum vörum. Ekki er mælt með því að skipta yfir í gosdrykki með sætuefnum. Neysla gosdrykkja með sætuefnum viðheldur löngun í sætt bragð og einnig er vert að nefna að slíkir drykkir innihalda ýmsar sýrur, líkt og sykraðir drykkir, sem hafa glerungseyðandi áhrif. Í ráðleggingum um mataræði er mælt með því að drekka lítið eða ekkert af gos- og svaladrykkjum en drekka vatn í staðinn. Á Íslandi er meira borðað af sykurríkum matvörum (súkkulaði/sælgæti, kökum og gosdrykkjum) en á hinum Norðurlöndunum samkvæmt norrænni vöktun. Samkvæmt Global Burden of Disease þá er mataræði megin áhættuþáttur fyrir sjúkdómabyrði á Íslandi. Spurning: Hversu oft neytir þú eftirfarandi fæðutegunda? c) Sykrað gos. d) Sykurlaust gos (diet drykkir). Svarmöguleikar: Fimm sinnum á dag eða oftar. Fjórum sinnum á dag. Þrisvar sinnum á dag. Tvisvar sinnum á dag. Einu sinni á dag. 4-6 sinnum í viku. 2-3 sinnum í viku. Einu sinni í viku. Sjaldnar en einu sinni í viku. Aldrei. Vil ekki svara. Veit ekki. Árið 2019 fjölgaði þátttakendum í vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis nokkuð. Fram að þeim tíma var mánaðarlega tekið slembiúrtak innan hvers heilbrigðisumdæmis úr viðhorfahópi Gallup sem skilaði um 4-5.000 svörum yfir árið. Frá og með árinu 2019 bættust árlega við svör u.þ.b. 5.000 þátttakenda í sveitarfélagakönnun Gallup sem framkvæmd er í lok hvers árs meðal íbúa í 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Einnig hafa frá árinu 2019 bæst við viðbótarsvör sem hafa fengist með slembiúrtaki úr þjóðskrá í þeim sveitarfélögum sem hafa gert samning við Gallup um slíkt.
Hlutfall fullorðinna sem fellur undir þá skilgreiningu að vera með áhættusamt neyslumynstur áfengis
Áhættudrykkja er reiknuð út frá tíðni áfengisnotkunar, fjölda áfengra drykkja og tíðni ölvunar. Aukin tíðni áfengisnotkunar og ölvunar eykur bæði líkur á bráðum- og langvinnum skaða, meðal annars krabbameinum, brisbólgum, hjarta- og æðasjúkdómum. Því meiri áhættudrykkja því meiri skaði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Árlega látast um þrjár milljónir manna í heiminum öllum af áfengistengdum orsökum. Það er því brýnt að fylgjast með þróun áhættudrykkju fullorðinna til að geta brugðist við með viðeigandi hætti. Spurning: Hversu oft á síðustu 12 mánuðum hefur þú drukkið a.m.k. eitt glas af einhverjum drykk sem inniheldur áfengi? Svarmöguleikar: Daglega eða næstum daglega. Fjórum til fimm sinnum í viku. Tvisvar til þrisvar í viku. Um það bil einu sinni í viku. Tvisvar til þrisvar í mánuði. Um það bil einu sinni í mánuði. Nokkrum sinnum á ári. Einu sinni á síðustu 12 mánuðum. Aldrei á síðustu 12 mánuðum. Vil ekki svara. Veit ekki. Spurning: Hversu marga áfenga drykki drekkur þú að jafnaði þegar þú drekkur áfengi? Svarmöguleikar: 1-2. 3-4. 5-6. 7-9. 10 eða fleiri. Vil ekki svara. Veit ekki. Spurning: Hversu oft á síðustu 12 mánuðum, hefurðu drukkið á einum degi að minnsta kosti 5 glös af einhverjum drykk sem inniheldur áfengi? Svarmöguleikar: Daglega eða næstum daglega. Fjórum til fimm sinnum í viku. Tvisvar til þrisvar í viku. Um það bil einu sinni í viku. Tvisvar til þrisvar í mánuði. Um það bil einu sinni í mánuði. Nokkrum sinnum á ári. Einu sinni á síðustu 12 mánuðum. Aldrei á síðustu 12 mánuðum. Vil ekki svara. Veit ekki. Árið 2019 fjölgaði þátttakendum í vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis nokkuð. Fram að þeim tíma var mánaðarlega tekið slembiúrtak innan hvers heilbrigðisumdæmis úr viðhorfahópi Gallup sem skilaði um 4-5.000 svörum yfir árið. Frá og með árinu 2019 bættust árlega við svör u.þ.b. 5.000 þátttakenda í sveitarfélagakönnun Gallup sem framkvæmd er í lok hvers árs meðal íbúa í 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Einnig hafa frá árinu 2019 bæst við viðbótarsvör sem hafa fengist með slembiúrtaki úr þjóðskrá í þeim sveitarfélögum sem hafa gert samning við Gallup um slíkt.
Hlutfall fullorðinna sem hjólar eða gengur þrisvar sinnum í viku eða oftar til vinnu eða skóla
Virkur ferðamáti, s.s. að ganga eða hjóla til vinnu eða skóla, er ein besta leiðin til að flétta hreyfingu inn í daglegt líf og þar með uppfylla ráðleggingar um hreyfingu. Í aðgerðaáætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um hreyfingu 2016-2025 er lögð rík áhersla á að stuðla að virkum ferðamáta. Regluleg hreyfing er einn af lykiláhrifaþáttum heilsu og vellíðanar á öllum æviskeiðum og hefur fjölþætt gildi, bæði sem forvörn og meðferðarform. Hún minnkar m.a. líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum, þunglyndi, sykursýki af tegund II og sumum krabbameinum, bætir stoðkerfið og andlega líðan og eykur almennt líkurnar á því að fólk lifi lengur og lifi sjálfstæðu og betra lífi. Virkur ferðamáti hefur einnig jákvæð áhrif á umhverfið meðal annars vegna minni bílaumferðar, minna slits á vegum, minni hávaðamengunar og bættra loftgæða. Þetta endurspeglast meðal annars í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum til ársins 2030 þar sem ívilnanir fyrir virka ferðamáta er ein af lykilaðgerðum (A2) til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þegar allt er tekið saman er hagrænt gildi virks ferðamáta fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélög ótvírætt. Spurning: Hversu oft að jafnaði hefur þú ferðast með eftirfarandi hætti til vinnu (eða skóla) undanfarna 30 daga? a) Gangandi. b) Hjólandi. Svarmöguleikar: 5 sinnum í viku eða oftar. 4 sinnum í viku. 3 sinnum í viku. 2 sinnum í viku. 1 sinni í viku. 1-3 sinnum á síðustu 30 dögum. Aldrei. Vil ekki svara. Veit ekki. Greiningin tekur aðeins til þeirra sem eru á vinnumarkaði eða í skóla. Þegar þessi vísir var fyrst birtur árið 2016 var gagnalindin rannsóknin Heilsa og líðan Íslendinga sem framkvæmd er af Embætti landlæknis á fimm ára fresti. Frá og með árinu 2017 hefur gagnalindin fyrir þennan vísi verið árleg vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis sem Gallup framkvæmir fyrir Embætti landlæknis. Árið 2019 fjölgaði þátttakendum í vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis nokkuð. Fram að þeim tíma var mánaðarlega tekið slembiúrtak innan hvers heilbrigðisumdæmis úr viðhorfahópi Gallup sem skilaði um 4-5.000 svörum yfir árið. Frá og með árinu 2019 bættust árlega við svör u.þ.b. 5.000 þátttakenda í sveitarfélagakönnun Gallup sem framkvæmd er í lok hvers árs meðal íbúa í 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Einnig hafa frá árinu 2019 bæst við viðbótarsvör sem hafa fengist með slembiúrtaki úr þjóðskrá í þeim sveitarfélögum sem hafa gert samning við Gallup um slíkt.
Hlutfall fullorðinna sem metur hamingju sína að minnsta kosti 8 á skalanum 1-10
Í ljósi þess að sterk jákvæð tengsl eru á milli hamingju og góðrar heilsu hvetur allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna (SÞ) aðildarríki sín til að leggja sérstaka áherslu á hamingju og vellíðan allra. Eru aðildarríkin hvött til þess að hafa hliðsjón af þessu tvennu í opinberri stefnumörkun sinni enda er leit að hamingjunni jafnan talið sammannlegt grundvallarmarkmið. Til þess að tryggja það er mikilvægt að mæla hamingju reglulega og með áreiðanlegum hætti, bæði meðal fullorðinna og barna, og kynna niðurstöður fyrir almenningi. Spurning: Þegar á heildina er litið, hversu hamingjusama(n) telur þú þig vera? Vinsamlega hakaðu við einn reit á kvarðanum 1-10 þar sem 1 þýðir mjög óhamingjusöm/-samur og 10 mjög hamingjusöm/-samur. Svarmöguleikar: 1 Mjög óhamingjusöm/-samur. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10 Mjög hamingjusöm/-samur Þegar þessi vísir var fyrst birtur árið 2016 var gagnalindin rannsóknin Heilsa og líðan Íslendinga sem framkvæmd er af Embætti landlæknis á fimm ára fresti. Frá og með árinu 2017 hefur gagnalindin fyrir þennan vísi verið árleg vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis sem Gallup framkvæmir fyrir Embætti landlæknis. Árið 2019 fjölgaði þátttakendum í vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis nokkuð. Fram að þeim tíma var mánaðarlega tekið slembiúrtak innan hvers heilbrigðisumdæmis úr viðhorfahópi Gallup sem skilaði um 4-5.000 svörum yfir árið. Frá og með árinu 2019 bættust árlega við svör u.þ.b. 5.000 þátttakenda í sveitarfélagakönnun Gallup sem framkvæmd er í lok hvers árs meðal íbúa í 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Einnig hafa frá árinu 2019 bæst við viðbótarsvör sem hafa fengist með slembiúrtaki úr þjóðskrá í þeim sveitarfélögum sem hafa gert samning við Gallup um slíkt.
Hlutfall fullorðinna sem reykir daglega
Reykingar eru einn helsti ógnvaldur við lýðheilsu í heiminum en þær geta meðal annars valdið hjarta- og æðasjúkdómum og krabbameini. Áætlað hefur verið að um 6 milljónir dauðsfalla á heimsvísu megi rekja til reykinga á ári hverju. Þær ógna ekki eingöngu heilsu reykingamanna, heldur er talið að um 10% þessara dauðsfalla tengist óbeinum reykingum. Dregið hefur úr daglegum reykingum á Íslandi á undanförnum árum. Tíðni reykinga er þó enn mismunandi eftir t.d. menntunarhópum á þann veg að fólk með hærra menntunarstig reykir að jafnaði síður en þeir sem minni menntun hafa. Brýnt er að draga úr reykingum hjá öllum þjóðfélagshópum. Greina þarf tölfræði reykinga reglulega til að meta hvert skuli beina forvarnaraðgerðum, en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur nauðsynlegt að fylgjast með umfangi tóbaksnotkunar á að minnsta kosti 5 ára fresti. Spurning: Reykir þú? Svarmöguleikar: Já, ég reyki daglega. Já, ég reyki sjaldnar en daglega. Nei, en ég hef reykt og er hætt(ur) því. Nei, ég hef aldrei reykt. Vil ekki svara. Veit ekki. Þegar þessi vísir var fyrst birtur árið 2016 var gagnalindin rannsóknin Heilsa og líðan Íslendinga sem framkvæmd er af Embætti landlæknis á fimm ára fresti. Frá og með árinu 2017 hefur gagnalindin fyrir þennan vísi verið árleg vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis sem Gallup framkvæmir fyrir Embætti landlæknis. Árið 2019 fjölgaði þátttakendum í vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis nokkuð. Fram að þeim tíma var mánaðarlega tekið slembiúrtak innan hvers heilbrigðisumdæmis úr viðhorfahópi Gallup sem skilaði um 4-5.000 svörum yfir árið. Frá og með árinu 2019 bættust árlega við svör u.þ.b. 5.000 þátttakenda í sveitarfélagakönnun Gallup sem framkvæmd er í lok hvers árs meðal íbúa í 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Einnig hafa frá árinu 2019 bæst við viðbótarsvör sem hafa fengist með slembiúrtaki úr þjóðskrá í þeim sveitarfélögum sem hafa gert samning við Gallup um slíkt.
Hlutfall fullorðinna sem sefur að jafnaði 6 klst. eða minna á nóttu
Svefn gegnir mikilvægu hlutverki fyrir vellíðan og lífsgæði. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á heilsuspillandi áhrif of stutts svefns og má þar m.a. nefna tengsl við offitu, sykursýki af tegund II, hjarta- og æðasjúkdóma, ónæmiskvilla og jafnvel dauðsföll. Meðal barna og unglinga getur skortur á svefni komið niður á heilbrigðum þroska, vexti, andlegri líðan, samskiptum og námshæfni. Rannsóknir benda til þess að mörg ungmenni fái ekki nægan svefn og tilkoma nýrrar tækni, t.d. snjalltækja, verði til þess að auka enn frekar á röskun á svefnmynstri. Mikilvægt er að fylgjast reglulega með stöðu og þróun þessa áhrifaþáttar með það fyrir augum að efla lýðheilsuaðgerðir sem stuðla að heilbrigðum svefnvenjum á öllum æviskeiðum. Þessi vísir segir til um það hlutfall fullorðinna einstaklinga sem sefur of stutt. Stuttur svefn fullorðinna er skilgreindur sem svefn sem er að jafnaði 6 klst. eða styttri á nóttu. Spurning: Hversu marga klukkutíma sefur þú að jafnaði á nóttu? Svarmöguleikar: Minna en 5 klukkustundir. Um 5 klukkustundir. Um 6 klukkustundir. Um 7 klukkustundir. Um 8 klukkustundir. Um 9 klukkustundir. Um 10 klukkustundir. Meira en 10 klukkustundir. Vil ekki svara. Veit ekki. Árið 2019 fjölgaði þátttakendum í vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis nokkuð. Fram að þeim tíma var mánaðarlega tekið slembiúrtak innan hvers heilbrigðisumdæmis úr viðhorfahópi Gallup sem skilaði um 4-5.000 svörum yfir árið. Frá og með árinu 2019 bættust árlega við svör u.þ.b. 5.000 þátttakenda í sveitarfélagakönnun Gallup sem framkvæmd er í lok hvers árs meðal íbúa í 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Einnig hafa frá árinu 2019 bæst við viðbótarsvör sem hafa fengist með slembiúrtaki úr þjóðskrá í þeim sveitarfélögum sem hafa gert samning við Gallup um slíkt.
Hlutfall fullorðinna sem segist oft eða mjög oft finna fyrir mikilli streitu í daglegu lífi.
Væg streita við tilteknar aðstæður er eðlileg og getur jafnvel haft jákvæð áhrif á athygli og frammistöðu. Mikil eða viðvarandi streita getur hins vegar verið skaðleg og tengist meðal annars auknum svefnerfiðleikum, kvíða, depurð, stoðkerfisvanda, kulnun í starfi, meltingarvandamálum, háþrýstingi, sykursýki af tegund II og hjarta- og æðasjúkdómum. Mikilvægt er að unnið sé gegn slíkri streitu í samfélaginu, m.a. til að draga úr langvinnum sjúkdómum og stuðla að aukinni vellíðan meðal þjóðarinnar. Samkvæmt lýðheilsustefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030 er markmið að draga úr streitu og að börn læri slökun í leik- og grunnskólum. Í því skyni er nauðsynlegt að hafa skýra mynd af stöðu og þróun mála. Spurning: Hversu oft á þetta við um þig? Ég finn fyrir mikilli streitu í daglegu lífi. Svarmöguleikar: Mjög oft. Oft. Stundum. Sjaldan. Aldrei. Vil ekki svara. Veit ekki. Þegar þessi vísir var fyrst birtur árið 2016 var gagnalindin rannsóknin Heilsa og líðan Íslendinga sem framkvæmd er af Embætti landlæknis á fimm ára fresti. Frá og með árinu 2017 hefur gagnalindin fyrir þennan vísi verið árleg vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis sem Gallup framkvæmir fyrir Embætti landlæknis. Árið 2019 fjölgaði þátttakendum í vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis nokkuð. Fram að þeim tíma var mánaðarlega tekið slembiúrtak innan hvers heilbrigðisumdæmis úr viðhorfahópi Gallup sem skilaði um 4-5.000 svörum yfir árið. Frá og með árinu 2019 bættust árlega við svör u.þ.b. 5.000 þátttakenda í sveitarfélagakönnun Gallup sem framkvæmd er í lok hvers árs meðal íbúa í 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Einnig hafa frá árinu 2019 bæst við viðbótarsvör sem hafa fengist með slembiúrtaki úr þjóðskrá í þeim sveitarfélögum sem hafa gert samning við Gallup um slíkt.
Hlutfall nýtingar á tómstundastyrk hjá Kópavogsbæ
Hlutfall nýtingar á tómstundastyrk hjá Kópavogsbæ
Hlutfall nýtingar tómstundastyrks - Álfhólsskóli
Hlutfall nýtingar tómstundastyrks - Hörðuvallaskóli
Hlutfall nýtingar tómstundastyrks - Kársnesskóli
Hlutfall nýtingar tómstundastyrks - Kópavogsskóli
Hlutfall nýtingar tómstundastyrks - Lindaskóli
Hlutfall nýtingar tómstundastyrks - Salaskóli
Hlutfall nýtingar tómstundastyrks - Smáraskóli
Hlutfall nýtingar tómstundastyrks - Snælandsskóli
Hlutfall nýtingar tómstundastyrks - Vatnsendaskóli
Hlutfall þeirra sem metur andlega heilsu sína sæmilega eða lélega
Hér er á ferðinni almennur og vel rannsakaður mælikvarði sem hefur gott forspárgildi fyrir sjúkdómatíðni og dánartíðni (1,2). Spurningar þar sem fólk leggur mat á eigin heilsu hafa verið algengar í faralds-fræðilegum rannsóknum og hefur réttmæti þeirra reynst ágætt þrátt fyrir að mælingarnar byggi ekki á klínísku mati heilbrigðisstarfsmanns. Kostur við spurningar þar sem fólk leggur mat á eigin heilsu, umfram mælingar á tilteknum sjúkdómum, er að breytan nær að ýmsu leyti betur til skilgreiningar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem lítur á heilsu sem líkamlega, andlega og félagslega vellíðan en ekki einungis það að vera laus við sjúkdóma eða örorku (3). Í lýðheilsuvísum þótti ástæða til að beina sjónum að þeim sem meta heilsu sína sæmilega eða lélega fremur en að þeim sem meta hana góða eða mjög góða. Spurning: Hvernig metur þú almennt andlega heilsu þína? Svarmöguleikar: Mjög góð. Góð. Sæmileg. Léleg. Þessir vísir var birtur árin 2016 og 2018 og var gagnalindin þá rannsóknin Heilsa og líðan Íslendinga sem framkvæmd er af embætti landlæknis á fimm ára fresti. Árið 2017 og frá og með 2021 er gagnalindin fyrir þennan vísi árleg vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis sem Gallup framkvæmir fyrir embætti landlæknis.
Hlutfall þeirra sem metur líkamlega heilsu sína sæmilega eða lélega
Hér er á ferðinni almennur og vel rannsakaður mælikvarði sem hefur gott forspárgildi fyrir sjúkdómatíðni og dánartíðni. Spurningar þar sem fólk leggur mat á eigin heilsu hafa verið algengar í faralds-fræðilegum rannsóknum og hefur réttmæti þeirra reynst ágætt þrátt fyrir að mælingarnar byggi ekki á klínísku mati heilbrigðisstarfsmanns. Kostur við spurningar þar sem fólk leggur mat á eigin heilsu, umfram mælingar á tilteknum sjúkdómum, er að breytan nær að ýmsu leyti betur til skilgreiningar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem lítur á heilsu sem líkamlega, andlega og félagslega vellíðan en ekki einungis það að vera laus við sjúkdóma eða örorku. Í lýðheilsuvísum þótti ástæða til að beina sjónum að þeim sem meta heilsu sína sæmilega eða lélega fremur en að þeim sem meta hana góða eða mjög góða. Spurning: Hvernig metur þú almennt líkamlega heilsu þína? Svarmöguleikar: Mjög góð. Góð. Sæmileg. Léleg. Þessir vísir var birtur árin 2016 og 2018 og var gagnalindin þá rannsóknin Heilsa og líðan Íslendinga sem framkvæmd er af embætti landlæknis á fimm ára fresti. Frá og með 2021 er gagnalindin fyrir þennan vísi árleg vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis sem Gallup framkvæmir fyrir embætti landlæknis.
Húsnæði
Til að tryggja öryggi, heilsu og mannlega reisn, þarf hver og einn að hafa aðgengi að mannsæmandi húsnæði.
ISO37120
ISO37120 mælir árangur sveitarfélaga og lífsgæði íbúa. Staðallinn var þróaður heildrænt út frá viðmiðum um sjálfbæra þróun. Staðallinn byggir á 104 vísum í 19 þemum. Kópavogur var ISO37120 vottað sveitarfélag árin 2019, 2020 og 2021.
ISO37122
ISO37122 er ætlað að vera heildstætt safn vísa um snjallvæðingu borga. Staðallinn er byggður á 85 vísum í 19 þemum. Kópavogur var ISO37122 vottað sveitarfélag 2021.
Jafnræði
Jafnræði samanstendur af þremur þáttum: Afþreyingu, skorti á efnislegum gæðum og því að mjög erfitt sé að ná endum saman. Víddin byggist á 2. og 23. gr. barnasáttmálans. Þar segir að tryggja skuli réttindi barnasáttmálans hverju barni án mismunar af nokkru tagi. 23. gr. barnasáttmálans snýr að stöðu andlega og líkamlega fatlaðra barna og að þau skuli njóta fulls og sómasamlegs lífs við aðstæður sem tryggja virðingu þeirra og stuðla að sjálfbjörg og virkri þátttöku í samfélaginu.
Kópur spjallmenni - Árangur
Árangur er mældur með fjölda spjalla í máði og fjölda ánægðra eða hlutlausrar endurgjafar innan mánaðar.
Liðskiptaaðgerðir á mjöðm, á 100.000 íbúa
Liðskipti í mjöðmum og hnjám með ísetningu svokallaðra gerviliða hafa verið framkvæmd í nokkra áratugi. Árangur aðgerða er almennt góður og vegna fjölda aðgerða er stór hópur fólks með slíka gerviliði. Slíkar aðgerðir hafa skipt sköpum fyrir líðan og lífsgæði þeirra sem á þurfa að halda. Samkvæmt úttekt McKinsey árið 2016 var tíðni slíkra aðgerða heldur lægri á Íslandi en í nágrannalöndunum. Löng bið hefur verið eftir þessum aðgerðum á Íslandi um nokkurt skeið og stór hluti sjúklinga bíður vel umfram ásættanlegan viðmiðunarbiðtíma, en í viðmiðunarmörkum landlæknis er talið ásættanlegt að komast í aðgerð innan 90 daga frá greiningu. Frá því í mars 2016 hefur staðið yfir átak til styttingar biðlistum, m.a. eftir liðskiptum. Aðgerðum hefur fjölgað í kjölfarið og jákvæð þróun er byrjuð að sjást á biðtíma. Tölur um liðskiptaaðgerðir geta gefið vísbendingu um undirliggjandi sjúkdóma og um lifnaðarhætti síðustu ára og áratuga. Þessir vísir gefur jafnframt vísbendingu um framboð, aðgengi og úrræði í heilbrigðisþjónustu. Þessi vísir var einnig birtur árin 2017 og 2018 en var þá reiknaður á íbúa 15 ára og eldri. Frá og með árinu 2019 verður þessi vísir reiknaður á alla íbúa, óháð aldri. Þessar vísir er því ekki samanburðarhæfur við vísi með sama heiti frá árunum 2017 og 2018.
Líkamleg heilsa
Lýðheilsuvísar sem tengjast heilsu og sjúkdómum
Lýðheilsuvísar sem tengjast heilsu og sjúkdómum
Lýðheilsuvísar sem tengjast lifnaðarháttum
Lýðheilsuvísar sem tengjast lifnaðarháttum
Mælaborð barnvænna sveitarfélaga - Kópavogur
Barnvæn sveitarfélög (e. Child Friendly City, CFC) er borg, bær, samfélag eða kerfi sveitarstjórnunar sem skuldbindur sig til að bæta líf barna innan sinnar lögsögu með því að raungera réttindi þeirra sem sett eru fram í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Vísitala barnvæns sveitarfélags byggist á 90 mælieiningum í 5 víddum.
Mælaborð lýðheilsu Embætti landlæknis - Kópavogur
Mælaborð lýðheilsu birtir tölulegar upplýsingar er varða lýðheilsu í landinu með gagnvirkum og myndrænum hætti. Lögð er áhersla á að birta skilgreinda lýðheilsuvísa sem teknir hafa verið saman til að auðvelda stjórnvöldum, heilbrigðisþjónustu og almenningi að fylgjast með þróun og breytingum með tilliti til lýðheilsu. Til þess að styðja lýðheilsustarf um allt land, þar með talið starf Heilsueflandi samfélags og Heilsueflandi leik-, grunn- og framhaldsskóla eru allir vísarnir reiknaðir niður á heilbrigðisumdæmi og níu stærstu sveitarfélögin.
Meðalfjöldi einstaklinga 67 ára og eldri á biðlista á 1.000 íbúa á sama aldri
Fjöldinn gefur vísbendingar um þörf, framboð og aðgengi að hjúkrunarrýmum eftir heilbrigðisumdæmum. Stefna heilbrigðisyfirvalda er að fólki sé gert kleift að búa á eigin heimili utan stofnana eins lengi og unnt er með viðeigandi heilbrigðis- og félagsþjónustu. Þegar aðstæður eru orðnar þannig að fólk getur ekki lengur búið heima þrátt fyrir stuðning heilbrigðis- og félagsþjónustu er tímabært að sækja um færni- og heilsumat sem er faglegt, einstaklingsbundið mat á þörfum einstaklinga fyrir varanlega búsetu á hjúkrunarog dvalarheimilum. Mikilvægt er að biðtími eftir rými á hjúkrunarheimilum sé ásættanlegur og að framboð á þjónustu sé í samræmi við þörf. Biðlisti tekur einungis til einstaklinga sem sett hafa fram ósk um hjúkrunarheimili.
Menntun
Menntun samanstendur af fjórum þáttum: Skólastarfi, vellíðan í skóla, vinnuaðstöðu og þátttöku. Víddin byggist á 28. og 29. gr. barnasáttmálans. Þar segir að börnum skuli tryggð ókeypis grunnmenntun ásamt því að stuðlað sé að framhaldsmenntun með hverjum ráðum sem við eiga.
Notkun þunglyndislyfja, skilgreindir dagskammtar fyrir hverja 1.000 íbúa á dag
Tölur um lyfjanotkun gefa bæði vísbendingar um sjúkdómatíðni og tengda áhrifaþætti en ekki síður um framboð, aðgengi og úrræði í heilbrigðisþjónustu. Notkun geðlyfja hefur lengi verið meiri á Íslandi en í mörgum öðrum löndum. Þunglyndislyfjanotkun er til að mynda mest á Íslandi í samanburði við önnur OECD lönd. Jafnframt er notkun svefnlyfja og slævandi lyfja umtalsvert meiri hérlendis en á hinum Norðurlöndunum. Þessi mikla notkun á geðlyfjum á Íslandi gefur tilefni til að fylgst sé grannt með þróuninni auk þess sem gagnlegt er að greina notkunina betur eftir tilteknum undirhópum. Sérstaða Íslands hvað varðar notkun þunglyndis-, svefn- og slævandi lyfja er athyglisverð og hafa ýmsar tillögur verið lagðar fram til skýringar á þeim mikla mun sem er á notkunarmynstri Íslendinga og annarra þjóða. Ein möguleg skýring er að skortur á meðferðarúrræðum geti valdið því að einstaklingar með vægari einkenni fái ávísað lyfjum hérlendis í stað þess að vera vísað til sálfræðings. Lyfjanotkunin getur þannig tengst framboði og aðgengi að þjónustu og því mikilvægt að greina notkun geðlyfja eftir m.a. búsetu og kyni. Sambærileg skilgreining og OECD notar.
Ofbeldi og vanræksla
Öryggi
Öryggi er nauðsynlegt heilsu, friði, réttlæti og vellíðan. Það stuðlar að frelsi einstaklingsins að geta yfirgefið heimili sitt einn og sér eða með vinum og fjölskyldu sinni án þess að búa við ótta.
Öryggi & vernd
Öryggi og vernd samanstendur af fjórum þáttum: Áhættuhegðun, einelti, ofbeldi og vanrækslu og samveru fjölskyldu. Víddin byggist á 19., 20., 22., 25., 30., 31., 32., 33., 34., 35., 36., 37., 38., 39. og 40. gr. barnasáttmálans. Þar segir að tryggja skuli að börn séu aðnjótandi viðeigandi verndar gegn hvers kyns ofbeldi, neyð eða nauð. Börnum skal einnig tryggt nauðsynlegt öryggi til að iðka athafna- og tjáningafrelsi það sem kveðið er á um í barnasáttmálanum.
Persónufrelsi
Persónufrelsi endurspeglar val og áherslur einstaklingsins á að taka ákvarðanir eins og hann kýs og hefur frelsi til að ákveða hvernig hann hagar lífi sínu.
Samfélagsleg þátttaka
Samfélagsleg þátttaka samanstendur af fjórum þáttum: Almennri þátttöku, félagslífi, samfélagsmiðlum og tölvuleikjum og verkefnum utan skóla. Víddin byggist á 12., 13., 14., 15. og 23. gr. barnasáttmálans. Þar segir að tryggja skuli að börn geti látið frjálslega í ljós skoðanir sínar í öllum málum sem það varða og að réttmætt tillit skuli tekið til skoðana þess í samræmi við aldur og þroska. Virða skal einnig rétt hvers barns til frjálsrar hugsunar, sannfæringar og trúar. Hverju barni er einnig tryggður félagaréttur, að koma saman með öðrum með friðsömum hætti. Í 23. gr. segir að andlega og líkamlega fötluðum börnum skuli tryggður réttur til virkrar þátttöku í samfélaginu.
Samfélagsmiðlar og tölvuleikir
Samvera fjölskyldu
Skólastarf
Sýklalyfjanotkun undir 5 ára, fjöldi ávísana á 1.000 íbúa
Sýklalyfjaónæmi er ein stærsta heilbrigðisógn heimsins í dag samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, en sýnt hefur verið fram á sterk tengsl sýklalyfjaónæmis og mikillar sýklalyfjanotkunar í þjóðfélögum. Ein af aðgerðum á starfsáætlun Embættis landlæknis 2019-2020 er að vinna með læknum að skynsamlegri notkun sýklalyfja. Tölur um sýklalyfjanotkun geta bæði vitnað um tíðni þeirra sjúkdóma sem lyfin eru gefin við og um ávísanavenjur lækna.
Tækifæri
TEST-IND-1 - English
TEST-IND-1 - English
Þátttaka
Þátttaka er einungis tryggð í umburðalyndu samfélagi, þ.e. samfélagi án aðgreiningar þar sem hver og einn getur lifað lífi sínu með reisn og virðingu. Mismunun á grundvelli þjóðernis, kyns, fæðingar, trúarbragða eða kynhneigðar kemur í veg fyrir að einstaklingur geti tekið fullan þátt í samfélaginu og getur auk þess leitt til ofbeldis og átaka.
Þátttaka í skóla
Þjónustukönnun Kópavogs
Þjónustukönnun í Kópavogi sett upp í vísitölu með samanburði á milli ára. Mælikvarðarnir byggjast á spurningum úr þjónustukönnun sem Gallup framkvæmir fyrir sveitarfélög. Vísitalan er hönnuð af Kópavogsbæ. Vægi hverrar spurningar gildir jafnt, þannig fæst heildarþróun spurninganna milli ára. Svarfjöldi við hverri spurningu er ólíkur. Svarfjöldi er tilgreindur í athugasemd við mæligildi spurningar. Mæligildi spurninga er hlutfall þeirra sem svöruðu því að þeir væru mjög ánægðir eða frekar ánægðir með þjónustu sveitarfélagsins. Lýsing á rannsókn Gallup. Markmið: Að kanna ánægju með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins og gera samanburð þar ásamt því að skoða breytingar frá fyrri mælingum. Aðferð: Netkönnun. Úrtak: 20 stærstu sveitarfélögum landsins, 18 ára og eldri, lagskipt tilviljunarúrtak úr Viðhorfahópi Gallup. Gagnaöflun stendur yfir þar til tilteknum fjölda svara er náð í hverju sveitarfélagi fyrir sig.
Umhverfisgæði
Öruggt náttúrlegt umhverfi er forsenda fyrir heilbrigðu og ánægjulegu lífi einstaklingsins. Umhverfisgæði hafa bein áhrif á heilsu og því möguleikum fólks til lífs. Mengun getur einnig haft neikvæð áhrif á lífsskilyrði, og aðgengi að heilsusamlegu lofti er lífsnauðsynlegt. Losun gróðurhúsalofttegunda og dvínandi líffræðilegur fjölbreytileiki og hverfandi búsvæði ógna loftslagi heimsins, fæðukeðjunni og auka líkur á sjúkdómum. Þá hindrar mengun vatns að hægt sé að fullnægja nauðsynlegum mannlegum þörfum s.s. til drykkjar, þvotta og annars hreinlætis.
Upplýsingar og samskipti
Frjálst aðgengi að upplýsingum og möguleikinn á að skiptast á upplýsingum við aðra er nauðsynlegt fyrir skilvirkt, opið og ábyrgt samfélag. Hæfni einstaklingsins til að tengjast öðrum í gegnum síma, og/eða internetið auðveldar menntun, skoðanaskipti, og veitir fólki tækifæri til að móta áhrif og menningu í samfélaginu. Frelsi fjölmiðla tryggir að stjórnvöld takmarki ekki aðgang að upplýsingum og að borgarar geti sótt sér fræðslu um samfélag sitt, landið og heiminn og stuðlað að auknum skilningi og samvinnu.
Vatn og hreinlæti
Aðgengi að hreinu vatni og hreinslætisaðstöðu telst til grundvallarmannréttinda skv. skilgreiningum Sameinuðu þjóðanna. Slíkt er lífsnauðsynlegt hverjum einstaklingi og eykur lífslíkur hans.
Vellíðan í skóla
Verkefni utan skóla
Vinnuaðstaða
Loading...