Hlutfall fullorðinna sem á frekar eða mjög erfitt með að ná endum saman

Nafn

Struggle to make ends meet

Staðbundið nafn

Hlutfall fullorðinna sem á frekar eða mjög erfitt með að ná endum saman

Lýsing

Almennt séð hafa rannsóknir sýnt jákvætt samband á milli félags- og efnahagslegrar stöðu og heilsu. Munur á heilsu fólks eftir fjárhagsstöðu er tiltölulega minni hér á landi í samanburði við mörg önnur lönd. Einstaklingar sem búa við góðan efnahag eru alla jafna við betri heilsu og ástunda heilsusamlegri lifnaðarhætti en þeir sem búa við lakari kost. Samkvæmt rannsókninni Heilsa og líðan Íslendinga eru þeir sem eiga erfitt með að ná endum saman óhamingjusamari en þeir sem eiga auðvelt með það og þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðis eru líklegri til að eiga erfitt með að ná endum saman en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Spurning: Hversu auðvelt eða erfitt hefur það verið fyrir þig og fjölskyldu þína (ef við á) að ná endum saman fjárhagslega (svo sem að borga fyrir mat, húsnæði og reikninga) að undanförnu? Svarmöguleikar: Mjög auðvelt. Frekar auðvelt. Hvorki auðvelt né erfitt. Frekar erfitt. Mjög erfitt. Vil ekki svara. Veit ekki. Þessi sami vísir var birtur árin 2016, 2018, 2019 og 2020 undir heitinu „Eiga erfitt með að ná endum saman“. Þegar þessi vísir var birtur árin 2016 og 2018 var gagnalindin rannsóknin Heilsa og líðan Íslendinga sem framkvæmd er af embætti landlæknis á fimm ára fresti. Frá og með árinu 2019 hefur gagnalindin fyrir þennan vísi verið árleg vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis sem Gallup framkvæmir fyrir Embætti landlæknis. Ástæða þess að gagnalindinni var breytt er að nauðsynlegt að fylgjast náið með þróuninni á þessu sviði þar sem margt getur gerst á stuttum tíma sem getur haft áhrif á möguleika fólks að ná endum saman. Árið 2019 fjölgaði þátttakendum í vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis nokkuð. Fram að þeim tíma var mánaðarlega tekið slembiúrtak innan hvers heilbrigðisumdæmis úr viðhorfahópi Gallup sem skilaði um 4-5.000 svörum yfir árið. Frá og með árinu 2019 bættust árlega við svör u.þ.b. 5.000 þátttakenda í sveitarfélagakönnun Gallup sem framkvæmd er í lok hvers árs meðal íbúa í 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Einnig hafa frá árinu 2019 bæst við viðbótarsvör sem hafa fengist með slembiúrtaki úr þjóðskrá í þeim sveitarfélögum sem hafa gert samning við Gallup um slíkt.

Staðbundin lýsing

Almennt séð hafa rannsóknir sýnt jákvætt samband á milli félags- og efnahagslegrar stöðu og heilsu. Munur á heilsu fólks eftir fjárhagsstöðu er tiltölulega minni hér á landi í samanburði við mörg önnur lönd. Einstaklingar sem búa við góðan efnahag eru alla jafna við betri heilsu og ástunda heilsusamlegri lifnaðarhætti en þeir sem búa við lakari kost. Samkvæmt rannsókninni Heilsa og líðan Íslendinga eru þeir sem eiga erfitt með að ná endum saman óhamingjusamari en þeir sem eiga auðvelt með það og þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðis eru líklegri til að eiga erfitt með að ná endum saman en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Spurning: Hversu auðvelt eða erfitt hefur það verið fyrir þig og fjölskyldu þína (ef við á) að ná endum saman fjárhagslega (svo sem að borga fyrir mat, húsnæði og reikninga) að undanförnu? Svarmöguleikar: Mjög auðvelt. Frekar auðvelt. Hvorki auðvelt né erfitt. Frekar erfitt. Mjög erfitt. Vil ekki svara. Veit ekki. Þessi sami vísir var birtur árin 2016, 2018, 2019 og 2020 undir heitinu „Eiga erfitt með að ná endum saman“. Þegar þessi vísir var birtur árin 2016 og 2018 var gagnalindin rannsóknin Heilsa og líðan Íslendinga sem framkvæmd er af embætti landlæknis á fimm ára fresti. Frá og með árinu 2019 hefur gagnalindin fyrir þennan vísi verið árleg vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis sem Gallup framkvæmir fyrir Embætti landlæknis. Ástæða þess að gagnalindinni var breytt er að nauðsynlegt að fylgjast náið með þróuninni á þessu sviði þar sem margt getur gerst á stuttum tíma sem getur haft áhrif á möguleika fólks að ná endum saman. Árið 2019 fjölgaði þátttakendum í vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis nokkuð. Fram að þeim tíma var mánaðarlega tekið slembiúrtak innan hvers heilbrigðisumdæmis úr viðhorfahópi Gallup sem skilaði um 4-5.000 svörum yfir árið. Frá og með árinu 2019 bættust árlega við svör u.þ.b. 5.000 þátttakenda í sveitarfélagakönnun Gallup sem framkvæmd er í lok hvers árs meðal íbúa í 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Einnig hafa frá árinu 2019 bæst við viðbótarsvör sem hafa fengist með slembiúrtaki úr þjóðskrá í þeim sveitarfélögum sem hafa gert samning við Gallup um slíkt.

Sýnileiki

Opið fyrir öllum

Kóði vísitölu
Framsetning gildis

Skalað