Hlutfall fullorðinna sem hjólar eða gengur þrisvar sinnum í viku eða oftar til vinnu eða skóla

Nafn

Active commuting to work/school, adults

Staðbundið nafn

Hlutfall fullorðinna sem hjólar eða gengur þrisvar sinnum í viku eða oftar til vinnu eða skóla

Lýsing

Virkur ferðamáti, s.s. að ganga eða hjóla til vinnu eða skóla, er ein besta leiðin til að flétta hreyfingu inn í daglegt líf og þar með uppfylla ráðleggingar um hreyfingu. Í aðgerðaáætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um hreyfingu 2016-2025 er lögð rík áhersla á að stuðla að virkum ferðamáta. Regluleg hreyfing er einn af lykiláhrifaþáttum heilsu og vellíðanar á öllum æviskeiðum og hefur fjölþætt gildi, bæði sem forvörn og meðferðarform. Hún minnkar m.a. líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum, þunglyndi, sykursýki af tegund II og sumum krabbameinum, bætir stoðkerfið og andlega líðan og eykur almennt líkurnar á því að fólk lifi lengur og lifi sjálfstæðu og betra lífi. Virkur ferðamáti hefur einnig jákvæð áhrif á umhverfið meðal annars vegna minni bílaumferðar, minna slits á vegum, minni hávaðamengunar og bættra loftgæða. Þetta endurspeglast meðal annars í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum til ársins 2030 þar sem ívilnanir fyrir virka ferðamáta er ein af lykilaðgerðum (A2) til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þegar allt er tekið saman er hagrænt gildi virks ferðamáta fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélög ótvírætt. Spurning: Hversu oft að jafnaði hefur þú ferðast með eftirfarandi hætti til vinnu (eða skóla) undanfarna 30 daga? a) Gangandi. b) Hjólandi. Svarmöguleikar: 5 sinnum í viku eða oftar. 4 sinnum í viku. 3 sinnum í viku. 2 sinnum í viku. 1 sinni í viku. 1-3 sinnum á síðustu 30 dögum. Aldrei. Vil ekki svara. Veit ekki. Greiningin tekur aðeins til þeirra sem eru á vinnumarkaði eða í skóla. Þegar þessi vísir var fyrst birtur árið 2016 var gagnalindin rannsóknin Heilsa og líðan Íslendinga sem framkvæmd er af Embætti landlæknis á fimm ára fresti. Frá og með árinu 2017 hefur gagnalindin fyrir þennan vísi verið árleg vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis sem Gallup framkvæmir fyrir Embætti landlæknis. Árið 2019 fjölgaði þátttakendum í vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis nokkuð. Fram að þeim tíma var mánaðarlega tekið slembiúrtak innan hvers heilbrigðisumdæmis úr viðhorfahópi Gallup sem skilaði um 4-5.000 svörum yfir árið. Frá og með árinu 2019 bættust árlega við svör u.þ.b. 5.000 þátttakenda í sveitarfélagakönnun Gallup sem framkvæmd er í lok hvers árs meðal íbúa í 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Einnig hafa frá árinu 2019 bæst við viðbótarsvör sem hafa fengist með slembiúrtaki úr þjóðskrá í þeim sveitarfélögum sem hafa gert samning við Gallup um slíkt.

Staðbundin lýsing

Virkur ferðamáti, s.s. að ganga eða hjóla til vinnu eða skóla, er ein besta leiðin til að flétta hreyfingu inn í daglegt líf og þar með uppfylla ráðleggingar um hreyfingu. Í aðgerðaáætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um hreyfingu 2016-2025 er lögð rík áhersla á að stuðla að virkum ferðamáta. Regluleg hreyfing er einn af lykiláhrifaþáttum heilsu og vellíðanar á öllum æviskeiðum og hefur fjölþætt gildi, bæði sem forvörn og meðferðarform. Hún minnkar m.a. líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum, þunglyndi, sykursýki af tegund II og sumum krabbameinum, bætir stoðkerfið og andlega líðan og eykur almennt líkurnar á því að fólk lifi lengur og lifi sjálfstæðu og betra lífi. Virkur ferðamáti hefur einnig jákvæð áhrif á umhverfið meðal annars vegna minni bílaumferðar, minna slits á vegum, minni hávaðamengunar og bættra loftgæða. Þetta endurspeglast meðal annars í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum til ársins 2030 þar sem ívilnanir fyrir virka ferðamáta er ein af lykilaðgerðum (A2) til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þegar allt er tekið saman er hagrænt gildi virks ferðamáta fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélög ótvírætt. Spurning: Hversu oft að jafnaði hefur þú ferðast með eftirfarandi hætti til vinnu (eða skóla) undanfarna 30 daga? a) Gangandi. b) Hjólandi. Svarmöguleikar: 5 sinnum í viku eða oftar. 4 sinnum í viku. 3 sinnum í viku. 2 sinnum í viku. 1 sinni í viku. 1-3 sinnum á síðustu 30 dögum. Aldrei. Vil ekki svara. Veit ekki. Greiningin tekur aðeins til þeirra sem eru á vinnumarkaði eða í skóla. Þegar þessi vísir var fyrst birtur árið 2016 var gagnalindin rannsóknin Heilsa og líðan Íslendinga sem framkvæmd er af Embætti landlæknis á fimm ára fresti. Frá og með árinu 2017 hefur gagnalindin fyrir þennan vísi verið árleg vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis sem Gallup framkvæmir fyrir Embætti landlæknis. Árið 2019 fjölgaði þátttakendum í vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis nokkuð. Fram að þeim tíma var mánaðarlega tekið slembiúrtak innan hvers heilbrigðisumdæmis úr viðhorfahópi Gallup sem skilaði um 4-5.000 svörum yfir árið. Frá og með árinu 2019 bættust árlega við svör u.þ.b. 5.000 þátttakenda í sveitarfélagakönnun Gallup sem framkvæmd er í lok hvers árs meðal íbúa í 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Einnig hafa frá árinu 2019 bæst við viðbótarsvör sem hafa fengist með slembiúrtaki úr þjóðskrá í þeim sveitarfélögum sem hafa gert samning við Gallup um slíkt.

Sýnileiki

Opið fyrir öllum

Kóði vísitölu
Framsetning gildis

Skalað