Hlutfall fullorðinna sem segist oft eða mjög oft finna fyrir mikilli streitu í daglegu lífi.

Nafn

Stress, adults

Staðbundið nafn

Hlutfall fullorðinna sem segist oft eða mjög oft finna fyrir mikilli streitu í daglegu lífi.

Lýsing

Væg streita við tilteknar aðstæður er eðlileg og getur jafnvel haft jákvæð áhrif á athygli og frammistöðu. Mikil eða viðvarandi streita getur hins vegar verið skaðleg og tengist meðal annars auknum svefnerfiðleikum, kvíða, depurð, stoðkerfisvanda, kulnun í starfi, meltingarvandamálum, háþrýstingi, sykursýki af tegund II og hjarta- og æðasjúkdómum. Mikilvægt er að unnið sé gegn slíkri streitu í samfélaginu, m.a. til að draga úr langvinnum sjúkdómum og stuðla að aukinni vellíðan meðal þjóðarinnar. Samkvæmt lýðheilsustefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030 er markmið að draga úr streitu og að börn læri slökun í leik- og grunnskólum. Í því skyni er nauðsynlegt að hafa skýra mynd af stöðu og þróun mála. Spurning: Hversu oft á þetta við um þig? Ég finn fyrir mikilli streitu í daglegu lífi. Svarmöguleikar: Mjög oft. Oft. Stundum. Sjaldan. Aldrei. Vil ekki svara. Veit ekki. Þegar þessi vísir var fyrst birtur árið 2016 var gagnalindin rannsóknin Heilsa og líðan Íslendinga sem framkvæmd er af Embætti landlæknis á fimm ára fresti. Frá og með árinu 2017 hefur gagnalindin fyrir þennan vísi verið árleg vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis sem Gallup framkvæmir fyrir Embætti landlæknis. Árið 2019 fjölgaði þátttakendum í vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis nokkuð. Fram að þeim tíma var mánaðarlega tekið slembiúrtak innan hvers heilbrigðisumdæmis úr viðhorfahópi Gallup sem skilaði um 4-5.000 svörum yfir árið. Frá og með árinu 2019 bættust árlega við svör u.þ.b. 5.000 þátttakenda í sveitarfélagakönnun Gallup sem framkvæmd er í lok hvers árs meðal íbúa í 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Einnig hafa frá árinu 2019 bæst við viðbótarsvör sem hafa fengist með slembiúrtaki úr þjóðskrá í þeim sveitarfélögum sem hafa gert samning við Gallup um slíkt.

Staðbundin lýsing

Væg streita við tilteknar aðstæður er eðlileg og getur jafnvel haft jákvæð áhrif á athygli og frammistöðu. Mikil eða viðvarandi streita getur hins vegar verið skaðleg og tengist meðal annars auknum svefnerfiðleikum, kvíða, depurð, stoðkerfisvanda, kulnun í starfi, meltingarvandamálum, háþrýstingi, sykursýki af tegund II og hjarta- og æðasjúkdómum. Mikilvægt er að unnið sé gegn slíkri streitu í samfélaginu, m.a. til að draga úr langvinnum sjúkdómum og stuðla að aukinni vellíðan meðal þjóðarinnar. Samkvæmt lýðheilsustefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030 er markmið að draga úr streitu og að börn læri slökun í leik- og grunnskólum. Í því skyni er nauðsynlegt að hafa skýra mynd af stöðu og þróun mála. Spurning: Hversu oft á þetta við um þig? Ég finn fyrir mikilli streitu í daglegu lífi. Svarmöguleikar: Mjög oft. Oft. Stundum. Sjaldan. Aldrei. Vil ekki svara. Veit ekki. Þegar þessi vísir var fyrst birtur árið 2016 var gagnalindin rannsóknin Heilsa og líðan Íslendinga sem framkvæmd er af Embætti landlæknis á fimm ára fresti. Frá og með árinu 2017 hefur gagnalindin fyrir þennan vísi verið árleg vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis sem Gallup framkvæmir fyrir Embætti landlæknis. Árið 2019 fjölgaði þátttakendum í vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis nokkuð. Fram að þeim tíma var mánaðarlega tekið slembiúrtak innan hvers heilbrigðisumdæmis úr viðhorfahópi Gallup sem skilaði um 4-5.000 svörum yfir árið. Frá og með árinu 2019 bættust árlega við svör u.þ.b. 5.000 þátttakenda í sveitarfélagakönnun Gallup sem framkvæmd er í lok hvers árs meðal íbúa í 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Einnig hafa frá árinu 2019 bæst við viðbótarsvör sem hafa fengist með slembiúrtaki úr þjóðskrá í þeim sveitarfélögum sem hafa gert samning við Gallup um slíkt.

Sýnileiki

Opið fyrir öllum

Kóði vísitölu
Framsetning gildis

Skalað