Soft drink consumption, adults
Hlutfall fullorðinna sem drekkur sykraða og/eða sykurlausa gosdrykki daglega eða oftar
Neysla á sykurríkum vörum eykur líkur á offitu og tannskemmdum og mikil neysla á sykruðum gos- og svaladrykkjum getur auk þess aukið líkur á sykursýki af tegund II. Í ráðleggingum Embættis landlæknis um mataræði er ráðlagt að minnka neyslu á viðbættum sykri. Sykurneysla hér á landi er of mikil miðað við það hámark sem gefið er í ráðleggingum, þ.e. að hún sé minni en 10% af orku. Þetta á sérstaklega við hjá börnum og ungmennum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur jafnvel að enn frekari takmörkun á sykurneyslu, þ.e. að hún verði minni en 5% af orkunni, geti verið til bóta. Samkvæmt niðurstöðum landskönnunar á mataræði 2010-2011 kom rúmlega þriðjungur af viðbættum sykri í fæði Íslendinga úr gos- og svaladrykkjum. Einfaldasta leiðin til að draga úr sykurneyslu er því að minnka neyslu á þessum vörum. Ekki er mælt með því að skipta yfir í gosdrykki með sætuefnum. Neysla gosdrykkja með sætuefnum viðheldur löngun í sætt bragð og einnig er vert að nefna að slíkir drykkir innihalda ýmsar sýrur, líkt og sykraðir drykkir, sem hafa glerungseyðandi áhrif. Í ráðleggingum um mataræði er mælt með því að drekka lítið eða ekkert af gos- og svaladrykkjum en drekka vatn í staðinn. Á Íslandi er meira borðað af sykurríkum matvörum (súkkulaði/sælgæti, kökum og gosdrykkjum) en á hinum Norðurlöndunum samkvæmt norrænni vöktun. Samkvæmt Global Burden of Disease þá er mataræði megin áhættuþáttur fyrir sjúkdómabyrði á Íslandi. Spurning: Hversu oft neytir þú eftirfarandi fæðutegunda? c) Sykrað gos. d) Sykurlaust gos (diet drykkir). Svarmöguleikar: Fimm sinnum á dag eða oftar. Fjórum sinnum á dag. Þrisvar sinnum á dag. Tvisvar sinnum á dag. Einu sinni á dag. 4-6 sinnum í viku. 2-3 sinnum í viku. Einu sinni í viku. Sjaldnar en einu sinni í viku. Aldrei. Vil ekki svara. Veit ekki. Árið 2019 fjölgaði þátttakendum í vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis nokkuð. Fram að þeim tíma var mánaðarlega tekið slembiúrtak innan hvers heilbrigðisumdæmis úr viðhorfahópi Gallup sem skilaði um 4-5.000 svörum yfir árið. Frá og með árinu 2019 bættust árlega við svör u.þ.b. 5.000 þátttakenda í sveitarfélagakönnun Gallup sem framkvæmd er í lok hvers árs meðal íbúa í 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Einnig hafa frá árinu 2019 bæst við viðbótarsvör sem hafa fengist með slembiúrtaki úr þjóðskrá í þeim sveitarfélögum sem hafa gert samning við Gallup um slíkt.
Neysla á sykurríkum vörum eykur líkur á offitu og tannskemmdum og mikil neysla á sykruðum gos- og svaladrykkjum getur auk þess aukið líkur á sykursýki af tegund II. Í ráðleggingum Embættis landlæknis um mataræði er ráðlagt að minnka neyslu á viðbættum sykri. Sykurneysla hér á landi er of mikil miðað við það hámark sem gefið er í ráðleggingum, þ.e. að hún sé minni en 10% af orku. Þetta á sérstaklega við hjá börnum og ungmennum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur jafnvel að enn frekari takmörkun á sykurneyslu, þ.e. að hún verði minni en 5% af orkunni, geti verið til bóta. Samkvæmt niðurstöðum landskönnunar á mataræði 2010-2011 kom rúmlega þriðjungur af viðbættum sykri í fæði Íslendinga úr gos- og svaladrykkjum. Einfaldasta leiðin til að draga úr sykurneyslu er því að minnka neyslu á þessum vörum. Ekki er mælt með því að skipta yfir í gosdrykki með sætuefnum. Neysla gosdrykkja með sætuefnum viðheldur löngun í sætt bragð og einnig er vert að nefna að slíkir drykkir innihalda ýmsar sýrur, líkt og sykraðir drykkir, sem hafa glerungseyðandi áhrif. Í ráðleggingum um mataræði er mælt með því að drekka lítið eða ekkert af gos- og svaladrykkjum en drekka vatn í staðinn. Á Íslandi er meira borðað af sykurríkum matvörum (súkkulaði/sælgæti, kökum og gosdrykkjum) en á hinum Norðurlöndunum samkvæmt norrænni vöktun. Samkvæmt Global Burden of Disease þá er mataræði megin áhættuþáttur fyrir sjúkdómabyrði á Íslandi. Spurning: Hversu oft neytir þú eftirfarandi fæðutegunda? c) Sykrað gos. d) Sykurlaust gos (diet drykkir). Svarmöguleikar: Fimm sinnum á dag eða oftar. Fjórum sinnum á dag. Þrisvar sinnum á dag. Tvisvar sinnum á dag. Einu sinni á dag. 4-6 sinnum í viku. 2-3 sinnum í viku. Einu sinni í viku. Sjaldnar en einu sinni í viku. Aldrei. Vil ekki svara. Veit ekki. Árið 2019 fjölgaði þátttakendum í vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis nokkuð. Fram að þeim tíma var mánaðarlega tekið slembiúrtak innan hvers heilbrigðisumdæmis úr viðhorfahópi Gallup sem skilaði um 4-5.000 svörum yfir árið. Frá og með árinu 2019 bættust árlega við svör u.þ.b. 5.000 þátttakenda í sveitarfélagakönnun Gallup sem framkvæmd er í lok hvers árs meðal íbúa í 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Einnig hafa frá árinu 2019 bæst við viðbótarsvör sem hafa fengist með slembiúrtaki úr þjóðskrá í þeim sveitarfélögum sem hafa gert samning við Gallup um slíkt.
Opið fyrir öllum
Skalað
Nafn | Hlutfall | |
---|---|---|
Lýðheilsuvísar sem tengjast lifnaðarháttum |