Lack of sleep (adults)
Hlutfall fullorðinna sem sefur að jafnaði 6 klst. eða minna á nóttu
Svefn gegnir mikilvægu hlutverki fyrir vellíðan og lífsgæði. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á heilsuspillandi áhrif of stutts svefns og má þar m.a. nefna tengsl við offitu, sykursýki af tegund II, hjarta- og æðasjúkdóma, ónæmiskvilla og jafnvel dauðsföll. Meðal barna og unglinga getur skortur á svefni komið niður á heilbrigðum þroska, vexti, andlegri líðan, samskiptum og námshæfni. Rannsóknir benda til þess að mörg ungmenni fái ekki nægan svefn og tilkoma nýrrar tækni, t.d. snjalltækja, verði til þess að auka enn frekar á röskun á svefnmynstri. Mikilvægt er að fylgjast reglulega með stöðu og þróun þessa áhrifaþáttar með það fyrir augum að efla lýðheilsuaðgerðir sem stuðla að heilbrigðum svefnvenjum á öllum æviskeiðum. Þessi vísir segir til um það hlutfall fullorðinna einstaklinga sem sefur of stutt. Stuttur svefn fullorðinna er skilgreindur sem svefn sem er að jafnaði 6 klst. eða styttri á nóttu. Spurning: Hversu marga klukkutíma sefur þú að jafnaði á nóttu? Svarmöguleikar: Minna en 5 klukkustundir. Um 5 klukkustundir. Um 6 klukkustundir. Um 7 klukkustundir. Um 8 klukkustundir. Um 9 klukkustundir. Um 10 klukkustundir. Meira en 10 klukkustundir. Vil ekki svara. Veit ekki. Árið 2019 fjölgaði þátttakendum í vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis nokkuð. Fram að þeim tíma var mánaðarlega tekið slembiúrtak innan hvers heilbrigðisumdæmis úr viðhorfahópi Gallup sem skilaði um 4-5.000 svörum yfir árið. Frá og með árinu 2019 bættust árlega við svör u.þ.b. 5.000 þátttakenda í sveitarfélagakönnun Gallup sem framkvæmd er í lok hvers árs meðal íbúa í 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Einnig hafa frá árinu 2019 bæst við viðbótarsvör sem hafa fengist með slembiúrtaki úr þjóðskrá í þeim sveitarfélögum sem hafa gert samning við Gallup um slíkt.
Svefn gegnir mikilvægu hlutverki fyrir vellíðan og lífsgæði. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á heilsuspillandi áhrif of stutts svefns og má þar m.a. nefna tengsl við offitu, sykursýki af tegund II, hjarta- og æðasjúkdóma, ónæmiskvilla og jafnvel dauðsföll. Meðal barna og unglinga getur skortur á svefni komið niður á heilbrigðum þroska, vexti, andlegri líðan, samskiptum og námshæfni. Rannsóknir benda til þess að mörg ungmenni fái ekki nægan svefn og tilkoma nýrrar tækni, t.d. snjalltækja, verði til þess að auka enn frekar á röskun á svefnmynstri. Mikilvægt er að fylgjast reglulega með stöðu og þróun þessa áhrifaþáttar með það fyrir augum að efla lýðheilsuaðgerðir sem stuðla að heilbrigðum svefnvenjum á öllum æviskeiðum. Þessi vísir segir til um það hlutfall fullorðinna einstaklinga sem sefur of stutt. Stuttur svefn fullorðinna er skilgreindur sem svefn sem er að jafnaði 6 klst. eða styttri á nóttu. Spurning: Hversu marga klukkutíma sefur þú að jafnaði á nóttu? Svarmöguleikar: Minna en 5 klukkustundir. Um 5 klukkustundir. Um 6 klukkustundir. Um 7 klukkustundir. Um 8 klukkustundir. Um 9 klukkustundir. Um 10 klukkustundir. Meira en 10 klukkustundir. Vil ekki svara. Veit ekki. Árið 2019 fjölgaði þátttakendum í vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis nokkuð. Fram að þeim tíma var mánaðarlega tekið slembiúrtak innan hvers heilbrigðisumdæmis úr viðhorfahópi Gallup sem skilaði um 4-5.000 svörum yfir árið. Frá og með árinu 2019 bættust árlega við svör u.þ.b. 5.000 þátttakenda í sveitarfélagakönnun Gallup sem framkvæmd er í lok hvers árs meðal íbúa í 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Einnig hafa frá árinu 2019 bæst við viðbótarsvör sem hafa fengist með slembiúrtaki úr þjóðskrá í þeim sveitarfélögum sem hafa gert samning við Gallup um slíkt.
Opið fyrir öllum
Skalað
Nafn | Hlutfall | |
---|---|---|
Lýðheilsuvísar sem tengjast lifnaðarháttum |