Hlutfall fullorðinna sem reykir daglega

Nafn

Smoking among adults

Staðbundið nafn

Hlutfall fullorðinna sem reykir daglega

Lýsing

Reykingar eru einn helsti ógnvaldur við lýðheilsu í heiminum en þær geta meðal annars valdið hjarta- og æðasjúkdómum og krabbameini. Áætlað hefur verið að um 6 milljónir dauðsfalla á heimsvísu megi rekja til reykinga á ári hverju. Þær ógna ekki eingöngu heilsu reykingamanna, heldur er talið að um 10% þessara dauðsfalla tengist óbeinum reykingum. Dregið hefur úr daglegum reykingum á Íslandi á undanförnum árum. Tíðni reykinga er þó enn mismunandi eftir t.d. menntunarhópum á þann veg að fólk með hærra menntunarstig reykir að jafnaði síður en þeir sem minni menntun hafa. Brýnt er að draga úr reykingum hjá öllum þjóðfélagshópum. Greina þarf tölfræði reykinga reglulega til að meta hvert skuli beina forvarnaraðgerðum, en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur nauðsynlegt að fylgjast með umfangi tóbaksnotkunar á að minnsta kosti 5 ára fresti. Spurning: Reykir þú? Svarmöguleikar: Já, ég reyki daglega. Já, ég reyki sjaldnar en daglega. Nei, en ég hef reykt og er hætt(ur) því. Nei, ég hef aldrei reykt. Vil ekki svara. Veit ekki. Þegar þessi vísir var fyrst birtur árið 2016 var gagnalindin rannsóknin Heilsa og líðan Íslendinga sem framkvæmd er af Embætti landlæknis á fimm ára fresti. Frá og með árinu 2017 hefur gagnalindin fyrir þennan vísi verið árleg vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis sem Gallup framkvæmir fyrir Embætti landlæknis. Árið 2019 fjölgaði þátttakendum í vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis nokkuð. Fram að þeim tíma var mánaðarlega tekið slembiúrtak innan hvers heilbrigðisumdæmis úr viðhorfahópi Gallup sem skilaði um 4-5.000 svörum yfir árið. Frá og með árinu 2019 bættust árlega við svör u.þ.b. 5.000 þátttakenda í sveitarfélagakönnun Gallup sem framkvæmd er í lok hvers árs meðal íbúa í 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Einnig hafa frá árinu 2019 bæst við viðbótarsvör sem hafa fengist með slembiúrtaki úr þjóðskrá í þeim sveitarfélögum sem hafa gert samning við Gallup um slíkt.

Staðbundin lýsing

Reykingar eru einn helsti ógnvaldur við lýðheilsu í heiminum en þær geta meðal annars valdið hjarta- og æðasjúkdómum og krabbameini. Áætlað hefur verið að um 6 milljónir dauðsfalla á heimsvísu megi rekja til reykinga á ári hverju. Þær ógna ekki eingöngu heilsu reykingamanna, heldur er talið að um 10% þessara dauðsfalla tengist óbeinum reykingum. Dregið hefur úr daglegum reykingum á Íslandi á undanförnum árum. Tíðni reykinga er þó enn mismunandi eftir t.d. menntunarhópum á þann veg að fólk með hærra menntunarstig reykir að jafnaði síður en þeir sem minni menntun hafa. Brýnt er að draga úr reykingum hjá öllum þjóðfélagshópum. Greina þarf tölfræði reykinga reglulega til að meta hvert skuli beina forvarnaraðgerðum, en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur nauðsynlegt að fylgjast með umfangi tóbaksnotkunar á að minnsta kosti 5 ára fresti. Spurning: Reykir þú? Svarmöguleikar: Já, ég reyki daglega. Já, ég reyki sjaldnar en daglega. Nei, en ég hef reykt og er hætt(ur) því. Nei, ég hef aldrei reykt. Vil ekki svara. Veit ekki. Þegar þessi vísir var fyrst birtur árið 2016 var gagnalindin rannsóknin Heilsa og líðan Íslendinga sem framkvæmd er af Embætti landlæknis á fimm ára fresti. Frá og með árinu 2017 hefur gagnalindin fyrir þennan vísi verið árleg vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis sem Gallup framkvæmir fyrir Embætti landlæknis. Árið 2019 fjölgaði þátttakendum í vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis nokkuð. Fram að þeim tíma var mánaðarlega tekið slembiúrtak innan hvers heilbrigðisumdæmis úr viðhorfahópi Gallup sem skilaði um 4-5.000 svörum yfir árið. Frá og með árinu 2019 bættust árlega við svör u.þ.b. 5.000 þátttakenda í sveitarfélagakönnun Gallup sem framkvæmd er í lok hvers árs meðal íbúa í 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Einnig hafa frá árinu 2019 bæst við viðbótarsvör sem hafa fengist með slembiúrtaki úr þjóðskrá í þeim sveitarfélögum sem hafa gert samning við Gallup um slíkt.

Sýnileiki

Opið fyrir öllum

Kóði vísitölu
Framsetning gildis

Skalað