7.3 Raf- og varmaorka (GJ) framleidd úr úrgangi eða við meðferð á fljótandi úrgangi á mann
Lýsing
Raf- og varmaorka (GJ) framleidd úr úrgangi eða við meðferð á fljótandi úrgangi á mann skal reikna sem heildarmagn raf- og varmaorku gefið upp í GJ framleitt úr föstum úrgangi og við meðhöndlun fljótandi úrgangs í sveitarfélaginu (teljari) deilt með heildaríbúafjölda sveitarfélagsins (nefnari). Niðurstaðan skal gefin upp sem magn raf- og varmaorku (GJ) framleidda úr úrgangi eða við meðferð á fljótandi úrgangi á mann. Endurheimt raf- og varmaorka við frárennslisstöðvarnar skal samreiknuð fyrir alla notkun, bæði á framleiðslustað og hjá utanaðkomandi aðilum. Fljótandi úrgangur skal vísa til fljótandi úrgangs svo sem fitu, olíu eða feiti sem eru orkugjafar.