Hlutfall barna sem hreyfa sig utan skóla eða íþrótta (6. til 10. bekkur)
Lýsing
Hlutfall barna sem hreyfa sig utan skóla eða íþrótta skal reiknað sem heildarfjöldi barna sem svara "4 sinnum í viku eða oftar" og "2-3 sinnum í viku" spurningunni "Þegar þú ert ekki í skólanum eða á æfingu með íþróttafélagi, hve oft hreyfirðu þig þannig að þú mæðist verulega og svitnir" (teljari) deilt með heildarfjölda barna sem svara spurningunni (nefnari). Niðurstaðan skal margfölduð með 100 og sett fram sem prósenta. Í nemendakönnun Skólavogarinnar má finna svar við því hve oft börn í 6. til 10. bekk hreyfa sig. Svarmöguleikar voru "4 sinnum í viku eða oftar", "2-3 sinnum í viku", "1 sinni í viku eða sjaldnar" og "aldrei".