Hlutfall barna sem finnst það náið öðrum (8. til 10. bekkur)

Breyting frá 1.1.2021 til 1.1.2022.
Lýsing

Hlutfall barna sem finnst það náið öðrum skal reiknað sem heildarfjöldi barna sem svara "oft" eða "alltaf" spurningunni "Mér hefur fundist ég náin(n) öðrum" (teljari) deilt með heildarfjölda barna sem svara spurningunni (nefnari). Niðurstaðan skal margfölduð með 100 og sett fram sem prósenta. Í lýðheilsukönnun R&G má finna staðhæfingu sem börn í 8., 9. og 10. bekk eru látin meta hversu vel eigi við um þau síðustu tvær vikur fyrir könnunina. Staðhæfingin er „Mér hefur fundist ég náin(n) öðrum".