Hlutfall barna sem finnst þau ekki skipta máli fyrir aðra (6. til 10. bekkur)

Breyting frá 1.1.2022 til 1.1.2023.
Lýsing

Hlutfall barna sem finnst þau ekki skipta neinu máli fyrir aðra skal reiknað sem heildarfjöldi barna sem svara "mjög sammála" og "sammála" spurningunni "mér finnst ég ekki skipta máli fyrir aðra" (teljari) deilt með heildarfjölda barna sem svara spurningunni (nefnari). Niðurstaðan skal margfölduð með 100 og sett fram sem prósenta. Í nemendakönnun Skólavogarinnar má finna svar við því hvaða álit börn í 6. til 10. bekk hafa á því hvort þau skipti máli fyrir aðra. Spurt var hve sammála eða ósammála börn voru fullyrðingum. Svarmöguleikar voru "mjög sammála", "sammála", "ósammála", "mjög ósammála".