15.3 Fjöldi dauðsfalla af völdum náttúruhamfara á 100.000 íbúa
Lýsing
Fjöldi dauðsfalla af völdum náttúruhamfara á 100.000 íbúa skal reiknað sem fjöldi dauðsfalla af völdum náttúruhamfara skráð á 12 mánaða tímabili (teljari) deilt með 1/100.000 íbúafjölda sveitarfélagsins (nefnari). Niðurstaðan skal sett fram sem fjöldi dauðsfalla af völdum náttúruhamfara á 100.000 íbúa. Dauðsföll vegna náttúruhamfara á við um öll tengd dauðsföll sem verða af völdum þeirra. Gagnaveitur: Embætti landlæknis.