Einelti í grunnskólum

Breyting frá 1.1.2019 til 1.1.2020.
Lýsing

Skv. Skilgreiningu skólavogarinnar: Samkvæmt skilgreiningu norska fræðimannsins Dan Olweus er um einelti að ræða þegar einstaklingur verður ítrekað fyrir neikvæðu og óþægilegu áreiti eins eða fleiri og á erfitt með að verja sig (Olweus, 1995). Sá kvarði sem notaður er til að mæla einelti hér er fenginn frá Námsmatsstofnun og er frá árinu 2005. Þolendur eineltis glíma oft við langtíma tilfinningaleg og hegðunarleg vandamál. Einelti getur orsakað einmanakennd, þunglyndi og kvíða og leitt til lélegrar sjálfsmyndar (Williams, Forgas, & von Hippel, 2005).