Hlutfall barna sem fannst þau skilin útundan stundum eða oft á síðastliðnum 30 dögum (6. til 10. bekkur)
Lýsing
Hlutfall barna sem fannst þau skilin útundan stundum eða oft á síðastliðnum 30 dögum skal reiknað sem heildarfjöldi barna sem svara "oft" og "stundum" spurningunni "Hve oft gerðist eftirfarandi á síðustu 30 dögum? Ég var skilin(n) útundan" (teljari) deilt með heildarfjölda barna sem svara spurningunni (nefnari). Niðurstaðan skal margfölduð með 100 og sett fram sem prósenta. Í nemendakönnun Skólavogarinnar má finna svar við því hve oft á síðustu 30 dögum börn í 6. til 10. bekk voru skilin útundan. Svarmöguleikar voru "oft", "stundum", "sjaldan" og "aldrei".