Hlutfall barna sem hafa góða þekkingu á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna (5. til 7. bekkur)
Lýsing
Hlutfall barna sem hafa góða þekkingu á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna skal reiknað sem heildarfjöldi barna sem svara spurningunni „Hversu vel eða illa telur þú þig þekkja BS Sameinuðu þjóðanna?” með því að haka við „Frekar vel” og „Mjög vel” (teljari) deilt með heildarfjölda barna sem svara spurningunni (nefnari). Aðrir svarmöguleikar eru „Ekki neitt”, „Mjög illa” og „Frekar illa”. Niðurstaðan skal margfölduð með 100 og sett fram sem prósenta. Í lýðheilsukönnun Rannsóknar og greiningar má finna svar barna í 5., 6. og 7. bekk. Niðurstöður voru teknar saman fyrir mælaborð þar sem gögn voru ekki gerð aðgengileg í skýrslu.