Brottfallshlutfall stráka úr framhaldsskóla (16 til 20 ára)

Breyting frá 1.1.2014 til 1.1.2017.
Lýsing

Brottfallshlutfall stráka úr framhaldsskóla skal reiknað sem heildarfjöldi þeirra stráka sem hafa ekki lokið námi og eru ekki skráðir í skóla á framhaldsskólastigi (teljari) deilt með heildarfjölda stráka sem fjórum árum áður höfðu skráð sig í dagskóla á framhaldsskólastigi (nefnari). Niðurstaðan skal margfölduð með 100 og sett fram sem prósenta. Sökum tímaramma mælingarinnar er skráningarár fjórum árum frá nýnemaskráningu, þannig er skráning fyrir árið 2017 unnin úr nýnemaskráningu frá árinu 2013. Taldir eru nýnemar í dagskóla á framhaldsskólastigi, þ.e. þeir sem eru í fyrsta skipti skráðir í nám á þessu skólastigi í nemendaskrá Hagstofu Íslands frá upphafi hennar árið 1975 og eru búsettir í Kópavogi. Þessum hópi nýnema er fylgt eftir í fjögur ár og talinn fjöldi þeirra sem hafa lokið prófi eftir a.m.k. tveggja ára nám á framhaldsskólastigi, samkvæmt prófaskrá Hagstofu Íslands. Enn í námi á við þá sem enn stunda nám í dagskóla, kvöldskóla og í fjarnámi á framhaldsskólastigi eða háskólastigi á Íslandi en hafa ekki brautskráðst.