Hlutfall 55 ára og eldri sem eru ánægð með gæði umhverfisins í nágrenni við heimili sitt
Lýsing
Hlutfall 55 ára og eldri sem eru ánægð með gæði umhverfisins í nágrenni við heimili sitt skal reikna sem hlutfall þeirra sem svara „ánægð(ur)“ spurningunni „Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með gæði umhverfisins í nágrenni við heimili þitt?“ (teljari) deilt með heildarfjölda svara (nefnari). Niðurstaðan skal sett fram sem hlutfall 55 ára og eldri sem eru ánægð með gæði umhverfisins í nágrenni við heimili sitt. Gagnaveitur: Gallup.