Hlutfall barna sem fær bólusetningu (1 ára)

Breyting frá 1.1.2019 til 1.1.2020.
Lýsing

Hlutfall barna sem fær bólusetningu skal reiknað sem heildarfjöldi barna sem fær bólusetningu 12 mánaða (teljari) deilt með heildarfjölda barna sem eru 12 mánaða með lögheimili í sveitarfélaginu (nefnari). Niðurstaðan skal margfölduð með 100 og sett fram sem prósenta. Skýrslur um heimtur vegna bólusetninga barna á höfuðborgarsvæðinu sóttar á vef embættis landlæknis. Í 12 mánaða bólusetningu er sprautað í einni sprautu fyrir kikhósta, barnaveiki, stífkrampa, Haemofilus influenzae sjúkdómi af gerð b (Hib) og mænusótt (Pentavac). Í annarri sprautu er sprautað fyrir pneumókokkum (Synflorix).