19.3 Hlutfall skráðra ökutækja sem eru með litla losun
Lýsing
Hlutfall skráðra ökutækja sem eru með litla losun skal reiknað sem heildarfjöldi skráðra og samþykktra ökutækja sem teljast vera með litla losun CO2 í sveitarfélaginu (teljari) deilt með heildarfjölda skráðra ökutækja í sveitarfélaginu (nefnari). Niðurstaðan skal margfölduð með 100 og sett fram sem hlutfall skráðra ökutækja í sveitarfélaginu sem teljast vistvæn. Ökutæki með litla losun skulu vísa til ökutækja sem gefa frá sér lítið magn af losun og geta verið rafknúin ökutæki, tvinn eða gengið fyrir vetniseldsneyti. Vistvæn ökutæki með litla losun skulu vera vottuð samkvæmt viðeigandi stöðlum fyrir útblástur og ökutækið skal uppfylla aðrar sérstakar kröfur sem gilda um slík ökutæki. Gagnaveitur: Samgöngustofa.