Viðvarandi lágar tekjur. Hlutfall barna undir efri lágtekjumörkum (70% af miðgildi jafngildra ráðstöfunartekna) þrjú af fimm árum. (0 til 18 ára)
Lýsing
Hlutfall barna undir efri lágtekjumörkum (70% af miðgildi jafngildra ráðstöfunartekna) þrjú af fimm árum skal reiknað sem heildarfjöldi barna sem eru með jafngildar ráðstöfunartekjur undir sem nemur 70% af miðgildi ráðstöfunartekna í a.m.k. þrjú af fimm árum (á tilteknu ári og fjögur ár á undan) (teljari) deilt með heildarfjölda allra barna í sveitarfélaginu á tilteknu ári (nefnari). Niðurstaðan skal margfölduð með 100 og sett fram sem prósenta. Gögn fengin úr skattagrunnskrá Hagstofu Íslands og Þjóðskrá.