19.3 Hlutfall þeirra sem ferðast til vinnu með öðrum ferðamáta en sem ökumaður einkabíls

Breyting frá 1.1.2018 til 1.1.2019.
Lýsing

Hlutfall þeirra sem ferðast til vinnu með öðrum ferðamáta en einkabíl skal reiknað sem fjöldi einstaklinga sem starfa í sveitarfélaginu sem nota annan samgöngumáta en einkabíl sem helsta ferðamáta til vinnu (teljari) deilt með öllum ferðum til vinnu, óháð ferðamáta (nefnari). Niðurstaðan skal margfölduð með 100 og sett fram sem prósenta. Þeir einu sem falla ekki undir þennan mælikvarða eru ökumenn einkabíls, farþegar í einkabíl teljast með hér. Gagnaveitur: Gallup.