12.2 Hlutfall íbúa sem býr í húsnæði á viðráðanlegu verði
Lýsing
Hlutfall íbúa sem býr í húsnæði á viðráðanlegu verði skal reiknað sem fjöldi heimila sem fara ekki yfir sett viðmið á húsnæðikostnaði sem hlutfall af launum (teljari) deilt með heildarfjölda heimila í sveitarfélaginu (nefnari). Niðurstaðan skal margfölduð með 100 og sett fram sem prósenta. Gagnaveitur: Hagstofa Íslands (Landstölur).