Lýsing
Nýtingarhlutfall vatnsauðlindar sveitarfélagsins skal reiknað sem heildar rúmmetramagn vatns sem dælt er úr vatnsbóli (teljari) deilt með heildar rúmmetramagni vatns sem leyfi er fyrir að dæla (nefnari). Niðurstaðan skal margfölduð með 100 og sett fram sem prósenta. Leyfi veitir Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Upplýsingar um heildarvatnsmagn sem er dælt úr vatnsbóli fæst hjá Vatnsveitu Kópavogs. Gagnaveitur: Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis og Vatnsveita Kópavogs.