Hlutfall stúlkna með þunglyndiseinkenni (9. og 10. bekkur)
Lýsing
Í lýðheilsukönnun R&G má finna prósentuhlutfall stelpna og stráka sem skora hæst á þunglyndiskvarðanum. Þunglyndiskvarði R&G er með lægsta gildi 0 og hæsta 27. Því hærra sem gildið er því meiri þunglyndiseinkenni. Spurningar er mæla þunglyndi: Þú varst leið(ur) eða hafðir lítinn áhuga á að gera hluti, þú hafðir litla matarlyst, Þér fannst þú einmana, þú grést auðveldlega eða langaði að gráta, þú áttir erfitt með að sofna eða halda þér sofandi, þú varst niðurdregin(n) eða dapur/döpur, þú varst ekki spennt(ur) fyrir að gera nokkurn hlut, þér fannst þú vera hægfara eða hafa lítinn mátt, þér fannst framtíðin vonlaus. Mælt er hlutfall þeirra sem skora hæst á þunglyndiskvarðanum.