12.2 Hlutfall heimila sem eru útbúin snjall-vatnsmælum

Breyting frá 1.1.2019 til 1.1.2019.
Lýsing

Hlutfall heimila sem eru útbúin snjall-vatnsmælum skal reiknað sem heildarfjöldi heimila sem eru útbúin snjall-vatnsmælum (teljari) deilt með heildarfjölda heimila í sveitarfélaginu (nefnari). Niðurstaðan skal margfölduð með 100 og sett fram sem hlutfall heimila sem eru útbúin snjall-vatnsmælum. Snjall-vatnsmælar skulu vísa til vatnsmæla á heimilum sem veita upplýsingar um vatnsnotkun heimilisins í rauntíma. Snjall-vatnsmælar eiga einnig að geta sent upplýsingar um vatnsnotkun beint á vatnsveitu svo hægt sé að fá nákvæmari reikning fyrir vatnsnotkun heimilisins. Gagnaveitur: Vatnsveita Kópavogs.