Hlutfall foreldra barna í leikskóla sem finnst námsumhverfi leikskólans öruggt (1 til 6 ára)

Breyting frá 1.1.2021 til 1.1.2023.
Lýsing

Hlutfall foreldra barna í leikskóla sem finnst námsumhverfi leikskólans öruggt skal reiknað sem heildarfjöldi foreldra sem svara "mjög sammála" og "frekar sammála" spurningunni "Námsumhverfi barnsins míns er öruggt" (teljari) deilt með heildarfjölda foreldra sem svara spurningunni (nefnari). Niðurstaðan skal margfölduð með 100 og sett fram sem prósenta. Í foreldrakönnun Skólavogarinnar má finna svar við því hversu öruggt foreldrar telja námsumhverfi barnanna sinna. Svarmöguleikar voru „mjög sammála”, „frekar sammála”, „frekar ósammála” og „mjög ósammála”.