16.2 Hlutfall íbúa sem njóta sorphirðuþjónustu þar sem fylgst er með magni sorps frá heimilinu þeirra

Breyting frá 1.1.2019 til 1.1.2019.
Lýsing

Hlutfall íbúa sem njóta sorphirðuþjónustu þar sem fylgst er með magni sorps frá heimilinu þeirra skal reiknað sem fjöldi fólks sem býr í sveitarfélaginu þar sem sorphirðuþjónusta miðar við magn sorps sem safnast hefur og mælt er með skynjara (teljari) deilt með heildar íbúafjölda sveitarfélagsins (nefnari). Niðurstaðan skal síðan margfölduð með 100 og gefin upp sem hlutfall íbúa sem njóta sorphirðuþjónustu þar sem fylgst er með magni sorps frá heimilinu þeirra.