Sýklalyfjanotkun undir 5 ára, fjöldi ávísana á 1.000 íbúa (KK)
Lýsing
Sýklalyfjaónæmi er ein stærsta heilbrigðisógn heimsins í dag samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, en sýnt hefur verið fram á sterk tengsl sýklalyfjaónæmis og mikillar sýklalyfjanotkunar í þjóðfélögum. Ein af aðgerðum á starfsáætlun Embættis landlæknis 2019-2020 er að vinna með læknum að skynsamlegri notkun sýklalyfja. Tölur um sýklalyfjanotkun geta bæði vitnað um tíðni þeirra sjúkdóma sem lyfin eru gefin við og um ávísanavenjur lækna. Kyn: Karlkyns