Hlutfall barna sem hefur stundum eða oft fengið höfuðverk síðustu sjö daga (5. til 7. bekkur)

Breyting frá 1.1.2019 til 1.1.2021.
Lýsing

Hlutfall barna sem hefur stundum eða oft fengið höfuðverk síðustu sjö daga skal reiknað sem heildarfjöldi barna sem svara "stundum" og "oft" spurningunni "Hefur þú fundið fyrir einhverju af þessu hér að neðan síðustu sjö daga? - Höfuðverk" (teljari) deilt með heildarfjölda barna sem svara spurningunni (nefnari). Niðurstaðan skal margfölduð með 100 og sett fram sem prósenta. Í lýðheilsukönnun R&G má finna svar barna í 5., 6. og 7. bekk. Niðurstöður voru teknar saman fyrir mælaborð þar sem gögn voru ekki gerð aðgengileg í skýrslu. Svarmöguleikar voru "aldrei", "næstum aldrei", "sjaldan", "stundum", "oft".