5.1 Hlutfall þjónustusamninga sem samræmast opinni gagnastefnu

Lýsing

Hlutfall þjónustusamninga sem samræmast opinni gagnastefnu skal reiknað sem heildarfjöldi þjónustusamninga sem samræmast opinni gagnastefnu (teljari) deilt með heildarfjölda þjónustusamninga sem sveitarfélagið gerir (nefnari). Niðurstaðan skal margfölduð með 100 og sett fram sem hlutfall þjónustusamninga sem samræmast opinni gagnastefnu.