5.2 Matsverð atvinnu- og iðnaðarhúsnæðis sem hlutfall af heildarmatsverði allra fasteigna
Lýsing
Matsverð atvinnu- og iðnaðarhúsnæðis sem hlutfall af heildarmatsverði allra fasteigna skal gefið upp sem heildarmatsverð atvinnu- og iðnaðarhúsnæðis (teljari) deilt með heildarmatsverði allra fasteigna (nefnara). Niðurstaðan skal margfölduð með 100 og sett fram sem prósenta. Atvinnu- og iðnaðarhúsnæði skal vísa til þeirra bygginga sem hafa verið skilgreindar sérstaklega af sveitarfélaginu til atvinnu- og iðnaðarstarfsemi. Gagnaveitur: Þjóðskrá Íslands.