Hlutfall barna sem treysta sér til að skipuleggja nám sitt (6. til 10. bekkur)
Lýsing
Hlutfall barna sem treysta sér til að skipuleggja nám sitt skal reiknað sem heildarfjöldi barna sem svara "get alveg" og "get eiginlega alveg" spurningunni "Skipulagt námið mitt" (teljari) deilt með heildarfjölda barna sem svara spurningunni (nefnari). Niðurstaðan skal margfölduð með 100 og sett fram sem prósenta. Í nemendakönnun Skólavogarinnar má finna svar við því hve vel börnum í 6. til 10. bekk gekk að skipuleggja námið sitt. Svarmöguleikar voru "get alveg", "get eiginlega alveg", "get nokkurn veginn", "get eiginlega ekki" og "get ekki". Samtekin voru svörin "get alveg" og "get eiginlega alveg".