9.2 Hlutfall greiðslna til sveitarfélagsins sem greiddar eru rafrænt
Lýsing
Hlutfall greiðslna til borgarinnar sem greiddar eru rafrænt skal reiknað sem fjöldi greiðslna til sveitarfélagsins sem eru greiddar rafrænt (teljari) deilt með öllum greiðslum sem greiddar voru til sveitarfélagsins (nefnari). Niðurstaðan skal margfölduð með 100 og sett fram sem hlutfall greiðslna til sveitarfélagsins sem greiddar eru rafrænt. Rafrænir reikningar skulu vísa til skjala sem fara á milli sveitarfélagsins og fyrirtækja eða einstaklinga á rafrænu formi. Rafræn greiðsla skal vísa til greiðslu sem fer fram í gegnum rafrænt ferli án þess að nota reiðufé eða ávísun. Gagnaveitur: Innanhús gögn.