15.9 Fjöldi dauðsfalla vegna iðnaðarslysa á 100.000 íbúa
Lýsing
Fjöldi dauðsfalla vegna iðnaðarslysa á 100.000 íbúa skal reiknaður sem heildarfjöldi dauðsfalla vegna iðnaðarslysa seinustu 12 mánuði (teljari) deilt með 1/100.000 af íbúafjölda sveitarfélagsins (nefnari). Niðurstaðan skal sett fram sem fjöldi dauðsfalla vegna iðnaðarslysa á 100.000 íbúa. Með iðnaðarslysi er átt við skyndilegan og ófyrirséðan atburð sem verður innan iðnaðarvinnusvæðis. Það getur verið allt frá einangruðum og einstökum slysum á staðnum til stórfelldra iðnaðarslysa sem hafa áhrif á breiðari svæði, svo sem stór efnaleiki, gassprengingar og kjarnorkuslys. Með dauðsföllum vegna iðnaðarslysa er átt við þau dauðsföll sem eiga sér stað innan 30 daga frá iðnaðarslysi. Gagnaveitur: Embætti landlæknis.