Hlutfall barna sem telur sig fá tækifæri til að hafa áhrif á kennslustundir eða aðra skólastarfsemi (10 til 16 ára)
Lýsing
Hlutfall barna sem telur sig fá tækifæri til að hafa áhrif á kennslustundir eða aðra skólastarfsemi skal reiknað sem heildarfjöldi barna sem svara játandi spurningunni "Færðu tækifæri til að hafa áhrif á það sem gert er í skólanum þínum, t.d. í kennslustundum eða viðburðum á vegum skólans" (teljari) deilt með heildarfjölda barna sem svara spurningunni (nefnari). Niðurstaðan skal margfölduð með 100 og sett fram sem prósenta. Sérkönnun lögð fyrir börn í Kópavogi. Svarmöguleikar voru já og nei.