Hlutfall barna sem nota lyf vegna svefnvanda (8. til 10. bekkur)
Lýsing
Hlutfall barna sem nota lyf vegna svefnvanda skal reiknað sem heildarfjöldi barna sem svara játandi spurningunni "Notar þú lyf vegna e-s af eftirfarandi: Vegna svefnvanda" (teljari) deilt með heildarfjölda barna sem svara spurningunni (nefnari). Niðurstaðan skal margfölduð með 100 og sett fram sem prósenta. Í lýðheilsukönnun R&G má finna svar barna í 8., 9. og 10. bekk. Niðurstöður voru teknar saman fyrir mælaborð þar sem gögn voru ekki gerð aðgengileg í skýrslu. Mæling er prósentuhlutfall þeirra sem svöruðu spurningunni með því að haka við "Já".