Lýsing
Hlutfall úrgangs sem er unninn í úrgangsorkuveri skal reikna sem heildarmagn úrgangs sveitarfélagsins sem fargað er í úrgangsorkuveri (teljari) deilt með heildarmagni úrgangs í sveitarfélaginu í tonnum (nefnari). Niðurstaðan skal margfölduð með 100 og sett fram sem prósenta. Úrgangsorkuver vísar til einingar eða aðstöðu sem notuð er til að framleiða raf- og / eða varmaorku úr brenndum úrgangi. Aðstaðan ætti að hafa hreina orkunýtni hærri en eða jafna og 0,25, sem þýðir að framleidd orka er hærri en eða jöfn 25% af orku sem berst. Gagnaveitur: Íslensk sorphirðufyrirtæki og innanhús gögn.