Hlutfall foreldra barna í leikskóla sem eru ánægð með húsnæði og aðstöðu leikskólans (1 til 6 ára)
Lýsing
Hlutfall foreldra barna í leikskóla sem eru ánægð með húsnæði og aðstöðu leikskólans skal reiknað sem heildarfjöldi foreldra sem svara "mjög ánægður" og "frekar ánægður" spurningunni "Hve ánægð(ur) ertu með eftirfarandi í leikskólanum?: Húsnæði og aðstöðu." (teljari) deilt með heildarfjölda foreldra sem svara spurningunni (nefnari). Niðurstaðan skal margfölduð með 100 og sett fram sem prósenta. Í foreldrakönnun Skólavogarinnar má finna svar við því hvort foreldrar séu ánægðir með húsnæði og aðstöðu barna sinna í leikskóla. Svarmöguleikar voru „mjög ánægður”, „frekar ánægður”, „frekar óánægður” og „mjög óánægður”.