7.4 Hlutfall raforku sveitarfélagsins sem er framleidd í gegnum dreift raforkuframleiðslukerfi
Lýsing
Hlutfall raforku sveitarfélagsins sem er framleidd í gegnum dreift raforkuframleiðslukerfi skal reiknað sem magn rafmagns framleitt af dreifðu raforkuframleiðslukerfi í GJ (teljari) deilt með heildarmagni rafmagns sem er notað í sveitarfélaginu í sömu einingum og teljarinn (GJ) - þetta nær til raforku framleidda með bæði miðstýrðri og dreifðri raforkuframleiðslu (nefnari). Niðurstaðan skal margfölduð með 100 og gefin upp sem hlutfall raforku sveitarfélagsins sem er framleitt í gegnum dreift raforkuframleiðslukerfi. Dreift rafmagn, einnig kallað dreifð raforkuframleiðsla, skal vísa til raforkuframleiðslu á eða nálægt notkunarstaðnum, óháð stærð, tækni eða eldsneyti sem notað er - bæði utan raforkunetsins og innan þess. Einnig vísar dreifð raforkuframleiðsla til margs konar tækni sem felur í sér vindmyllur eða verksmiðjur, sólarrafhlöður, örhverfla og brennsluvélar.