Hlutfall fullorðinna sem borðar grænmeti og ávexti fimm sinnum á dag eða oftar (KVK)

Nafn

Vegetable and fruit consumption, adults (Women)

Staðbundið nafn

Hlutfall fullorðinna sem borðar grænmeti og ávexti fimm sinnum á dag eða oftar (KVK)

Lýsing

Reiknað er hlutfall fullorðinna sem borðar grænmeti og ávexti fimm sinnum á dag eða oftar. Rífleg neysla á grænmeti og ávöxtum er tengd minni líkum á þyngdaraukningu, hjarta- og æðasjúkdómum og ýmsum tegundum krabbameina. Í ráðleggingum um mataræði er mælt með að borða fimm skammta af ávöxtum og grænmeti daglega eða minnst 500 grömm samtals. Þetta er í samræmi við norrænar næringarráðleggingar frá árinu 2012 og aðgerðaáætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar á sviði næringar þar sem hvatt er til aukinnar neyslu á grænmeti og ávöxtum til að draga úr líkum á langvinnum sjúkdómum. Samkvæmt Global Burden of Disease þá er mataræði einn af stærstu einstöku áhættuþáttum fyrir sjúkdómabyrði hér á landi. Þrátt fyrir að ávaxta- og grænmetisneysla hafi aukist hér á landi er hún enn lítil. Íslendingar neyta sjaldnar grænmetis og ávaxta heldur en íbúar annarra Norðurlanda. Spurning: Hversu oft neytir þú eftirfarandi fæðutegunda? a) Ávextir eða ber. b) Grænmeti (ferskt, fryst, soðið eða matreitt). Svarmöguleikar: Fimm sinnum á dag eða oftar. Fjórum sinnum á dag. Þrisvar sinnum á dag. Tvisvar sinnum á dag. Einu sinni á dag. 4-6 sinnum í viku. 2-3 sinnum í viku. Einu sinni í viku. Sjaldnar en einu sinni í viku. Aldrei. Vil ekki svara. Veit ekki. Þegar þessi vísir var fyrst birtur árið 2016 var gagnalindin rannsóknin Heilsa og líðan Íslendinga sem framkvæmd er af Embætti landlæknis á fimm ára fresti. Frá og með árinu 2017 hefur gagnalindin fyrir þennan vísi verið árleg vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis sem Gallup framkvæmir fyrir Embætti landlæknis. Árið 2019 fjölgaði þátttakendum í vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis nokkuð. Fram að þeim tíma var mánaðarlega tekið slembiúrtak innan hvers heilbrigðisumdæmis úr viðhorfahópi Gallup sem skilaði um 4-5.000 svörum yfir árið. Frá og með árinu 2019 bættust árlega við svör u.þ.b. 5.000 þátttakenda í sveitarfélagakönnun Gallup sem framkvæmd er í lok hvers árs meðal íbúa í 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Einnig hafa frá árinu 2019 bæst við viðbótarsvör sem hafa fengist með slembiúrtaki úr þjóðskrá í þeim sveitarfélögum sem hafa gert samning við Gallup um slíkt. Kyn: Kvenkyns

Staðbundin lýsing

Reiknað er hlutfall fullorðinna sem borðar grænmeti og ávexti fimm sinnum á dag eða oftar. Rífleg neysla á grænmeti og ávöxtum er tengd minni líkum á þyngdaraukningu, hjarta- og æðasjúkdómum og ýmsum tegundum krabbameina. Í ráðleggingum um mataræði er mælt með að borða fimm skammta af ávöxtum og grænmeti daglega eða minnst 500 grömm samtals. Þetta er í samræmi við norrænar næringarráðleggingar frá árinu 2012 og aðgerðaáætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar á sviði næringar þar sem hvatt er til aukinnar neyslu á grænmeti og ávöxtum til að draga úr líkum á langvinnum sjúkdómum. Samkvæmt Global Burden of Disease þá er mataræði einn af stærstu einstöku áhættuþáttum fyrir sjúkdómabyrði hér á landi. Þrátt fyrir að ávaxta- og grænmetisneysla hafi aukist hér á landi er hún enn lítil. Íslendingar neyta sjaldnar grænmetis og ávaxta heldur en íbúar annarra Norðurlanda. Spurning: Hversu oft neytir þú eftirfarandi fæðutegunda? a) Ávextir eða ber. b) Grænmeti (ferskt, fryst, soðið eða matreitt). Svarmöguleikar: Fimm sinnum á dag eða oftar. Fjórum sinnum á dag. Þrisvar sinnum á dag. Tvisvar sinnum á dag. Einu sinni á dag. 4-6 sinnum í viku. 2-3 sinnum í viku. Einu sinni í viku. Sjaldnar en einu sinni í viku. Aldrei. Vil ekki svara. Veit ekki. Þegar þessi vísir var fyrst birtur árið 2016 var gagnalindin rannsóknin Heilsa og líðan Íslendinga sem framkvæmd er af Embætti landlæknis á fimm ára fresti. Frá og með árinu 2017 hefur gagnalindin fyrir þennan vísi verið árleg vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis sem Gallup framkvæmir fyrir Embætti landlæknis. Árið 2019 fjölgaði þátttakendum í vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis nokkuð. Fram að þeim tíma var mánaðarlega tekið slembiúrtak innan hvers heilbrigðisumdæmis úr viðhorfahópi Gallup sem skilaði um 4-5.000 svörum yfir árið. Frá og með árinu 2019 bættust árlega við svör u.þ.b. 5.000 þátttakenda í sveitarfélagakönnun Gallup sem framkvæmd er í lok hvers árs meðal íbúa í 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Einnig hafa frá árinu 2019 bæst við viðbótarsvör sem hafa fengist með slembiúrtaki úr þjóðskrá í þeim sveitarfélögum sem hafa gert samning við Gallup um slíkt. Kyn: Kvenkyns

Tegund mælingar

Aðrar mælingar

kóði mælingar

Vegetable_and_fruit_consumption,_adults_(Women)

Viðhald mæligilda

Uppfært í Nightingale


Opið fyrir öllum

Mælieining

Min

0

Max

100

Betra gildi

Max

Flokkar

Ábyrgðaraðilar

Uppruni mæligilda

Dags. Gildi Skalað gildi Skjöl Athugasemd
31.12.2021 11,9 11,90
(0)
31.12.2020 7,6 7,60
(0)
31.12.2019 8,2 8,20
(0)
31.12.2018 9,2 9,20
(0)
31.12.2017 9,7 9,70
(0)
31.12.2016 6,9 6,90
(0)