7.1 Hlutfall raf- og varmaorku sem framleitt er og kemur frá skólphreinsun, úrgangi og við meðhöndlun á fljótandi úrgangi og öðrum úrgangs hitaauðlindum, sem hluti af heildarorkublöndu sveitarfélagsins á tilteknu ári

Breyting frá 1.1.2019 til 1.1.2019.
Lýsing

Hlutfall raf- og varmaorku sem framleitt er og kemur frá skólphreinsun, úrgangi og við meðhöndlun á fljótandi úrgangi og öðrum úrgangs hitaauðlindum, sem hluti af heildarorkublöndu sveitarfélagsins á tilteknu ári skal reiknað sem heildarmagn raf- og varmaorku sem gefið er upp í GJ framleitt úr skólphreinsun, úrgangi og við meðhöndlun fljótandi úrgangs og annarra úrgangshitauðlinda (teljari) deilt með heildarorkuþörf sveitarfélagsins í sömu einingum og teljarinn (GJ) (nefnari). Niðurstaðan skal síðan margfölduð með 100 og sett fram sem hlutfall raf- og varmaorku sem framleitt er og kemur frá skólphreinsun, úrgangi og við meðhöndlun á fljótandi úrgangi og öðrum úrgangs hitaauðlindum, sem hluti af heildarorkublöndu sveitarfélagsins á tilteknu ári. Hugtakið orkublanda vísar til samsetningar hinna ýmsu frumorkugjafa sem notaðir eru til að mæta orkuþörf á tilteknu landsvæði. Úrgangshiti vísar til allrar afgangshitaorku sem myndast í borginni sem ekki er notuð, sem og hugsanlega efnaorkugjafa sem ekki eru metnir til orku. Meðhöndlun á frárennsli skal vísa til eðlisfræðilegra, efnafræðilegra og líffræðilegra ferla sem notaðir eru til að fjarlægja, draga úr eða hlutleysa mengunarefni frá frárennsli áður en því er hleypt í vatnshlot. Hreinsun frárennslis getur falið í sér fyrsta, annars eða þriðja stigs meðferð eða skólphreinsun af ennþá hærri stöðlum. Meðhöndlun á úrgangi skal vísa til eðlisfræðilegra, efnafræðilegra og líffræðilegra ferla sem notaðir eru til að fjarlægja, draga úr eða hlutleysa mengunarefni úr úrgangi fyrir endurvinnslu, endurnýtingu eða endanlega förgun. Fljótandi úrgangur skal vísa til fljótandi úrgangs svo sem fitu, olíu eða feiti sem eru orkugjafar.