16.2 Heildarmagn úrgangs í sveitarfélaginu á mann

Breyting frá 1.1.2020 til 1.1.2021.
Lýsing

Heildarmagn úrgangs í sveitarfélaginu á mann skal reiknað sem heildarmagn úrgangs (heimilis og fyrirtækjar) sem verður til í sveitarfélaginu í tonnum (teljari) deilt með íbúafjölda sveitarfélagsins (nefnari). Niðurstaðan skal sett fram sem heildarmagn úrgangs í sveitarfélaginu á mann í tonnum. Með úrgangi sveitarfélaga er átt við úrgang sem safnað er af eða fyrir hönd sveitarfélaga. Gögnin skulu eingöngu vísa til úrgangsstraums sem er á ábyrgð sveitarfélagsins, þar með talið úrgangs sem safnað er fyrir hönd sveitarfélagsinsin af einkafyrirtækjum eða svæðisbundnum samtökum sem stofnuð eru í þeim tilgangi. Úrgangur sveitarfélaga ætti að innihalda úrgang sem kemur frá: - heimilum; - verslunum, lítlum fyrirtækjum, skrifstofubyggingum og stofnunum (t.d. skólum, sjúkrahúsum, ríkisbyggingum). Skilgreiningin ætti einnig að fela í sér: - fyrirferðarmikinn úrgang (t.d. hvítvörur, gömul húsgögn, dýnur); - garðaúrgang, lauf, gras, götusópun, innihald ruslaíláta, ef það er meðhöndlað sem úrgangur; - úrgang frá þjónustu sveitarfélaga ef við á, svo sem viðhaldi almenningsgarða eða hreinsunarþjónustu á götum (t.d. götusópun, innihald ruslaíláta), ef það er meðhöndlað sem úrgangur. Skilgreiningin felur ekki í sér: - úrgang frá skólpi og skólphreinsun sveitarfélaga; - byggingar- og niðurrifsúrgang sveitarfélaga. Gagnaveitur: Íslensk sorphirðufyrirtæki og innanhús gögn.