10.4 Meðaltími þar sem upplýsingakerfi bæjarins liggur niðri

Breyting frá 1.1.2019 til 1.1.2019.
Lýsing

Meðaltími þar sem upplýsingakerfi bæjarins liggur niðri skal reiknaður sem fjöldi klukkustunda þar sem upplýsingakerfi bæjarins er ekki aðgengilegt vegna t.d. viðhalds eða rafmagnsleysis (teljari) deilt með heildarfjöldi atvika þar sem upplýsingakerfið lá niðri (nefnari). Niðurstaðan skal sett fram sem meðaltími þar sem upplýsingakerfi bæjarins liggur niðri. Skipulögð og óskipulögð sambandsleysi skulu vera talin með. Atvik sem teljast eiga með geta til dæmis verið skipulagt viðhald og óvænt atvik eins og netárásir eða rafmagnsleysi. Upplýsingakerfi skal vísa til vélbúnaðar, hugbúnaðar, netkerfa, gagnavera og tengdum búnaði sem notaður er til þess að þróa, prófa, stjórna og fylgjast með upplýsingatækniþjónustu, til dæmis, gagnaverum sveitarfélaga, netþjónum, tölvum, fjölvirkum tækjum og þráðlausum tækjum. Gagnaveitur: Innanhús gögn.