13.1.2: Fjöldi landa sem hafa samþykkt og komið til framkvæmda innlendum áætlunum um að draga úr áhrifum hamfara í samræmi við Sendai-rammaáætlunina um forvarnir gegn náttúruvá 2015-2030.
Lýsing
Ekki tölfræðilegur mælikvarði. Gögn fylgja forskrift Sameinuðu þjóðanna og Hagstofu Íslands. Vísað er til eftirfarandi laga og reglugerða: Lög Nr. 49/1997 - Lög um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Reglugerð Nr. 505/2000 - Reglugerð um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats. Reglugerð Nr. 636/2009 - Reglugerð um hættumat vegna snjóflóða á skíðasvæðum. Ásamt því má benda á Almannavarnir sem er ábyrgt fyrir áhættustýringu og viðbrögðum við náttúruhamförum, almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins og neyðarstjórn Kópavogs. Aðeins eru til staðar áhættustýringarstefnur sem samræmast Sendai rammaáætluninni fyrir snjóflóð og aurskriður. Unnið er að áhættustýringarstefnum í tengslum við eldgos og jökulhlaup sem og fyrir vatnsflóð. Gagnaveitur: Á ekki við.