Notkun þunglyndislyfja, skilgreindir dagskammtar fyrir hverja 1.000 íbúa á dag (KVK)

Breyting frá 31.12.2020 til 31.12.2021.
Created with Highstock 51dac2c8fac1a55403d7d4a5965d8eaac5fa0ea8Skalað gildiChart context menuNotkun þunglyndislyfja, skilgreindir dagskammtar fyrir hverja 1.000 íbúa á dag (KVK)201420152016201720182019202020212014201520162017201820192020202101002000100255075TímabilSkoða 1 mánuð1MSkoða 3 mánuð3MSkoða 6 mánuð6MSkoða ár frá dagsetninguÁTDSkoða 1 árAlltDes 31, 2013Des 31, 2021Notkun þunglyndislyfja, skilgr…Notkun þunglyndislyfja, skilgr…Highcharts.com
Lýsing

Tölur um lyfjanotkun gefa bæði vísbendingar um sjúkdómatíðni og tengda áhrifaþætti en ekki síður um framboð, aðgengi og úrræði í heilbrigðisþjónustu. Notkun geðlyfja hefur lengi verið meiri á Íslandi en í mörgum öðrum löndum. Þunglyndislyfjanotkun er til að mynda mest á Íslandi í samanburði við önnur OECD lönd. Jafnframt er notkun svefnlyfja og slævandi lyfja umtalsvert meiri hérlendis en á hinum Norðurlöndunum. Þessi mikla notkun á geðlyfjum á Íslandi gefur tilefni til að fylgst sé grannt með þróuninni auk þess sem gagnlegt er að greina notkunina betur eftir tilteknum undirhópum. Sérstaða Íslands hvað varðar notkun þunglyndis-, svefn- og slævandi lyfja er athyglisverð og hafa ýmsar tillögur verið lagðar fram til skýringar á þeim mikla mun sem er á notkunarmynstri Íslendinga og annarra þjóða. Ein möguleg skýring er að skortur á meðferðarúrræðum geti valdið því að einstaklingar með vægari einkenni fái ávísað lyfjum hérlendis í stað þess að vera vísað til sálfræðings. Lyfjanotkunin getur þannig tengst framboði og aðgengi að þjónustu og því mikilvægt að greina notkun geðlyfja eftir m.a. búsetu og kyni. Sambærileg skilgreining og OECD notar. Kyn: Kvenkyns