14.2 Fermetrafjöldi almenningsrýma utandyra á mann

Breyting frá 1.1.2019 til 1.1.2020.
Lýsing

Fermetrafjöldi almenningsrýma utandyra á mann skal reiknaður sem fermetrafjöldi almenningsrýma utandyra (teljari) deilt með íbúafjölda sveitarfélagsins (nefnari). Niðurstaðan skal sett fram sem fermetrafjöldi almenningsrýma utandyra á mann. Almenningsrými utandyra skal vísa til lands og opins rýmis sem almenningi stendur til boða til slökunar, skemmtunar eða tómstundaiðju. Almenningsrými utandyra skal aðeins fela í sér rými sem þjónar fyrst og fremst afþreyingarskyni. Almenningsrými utandyra ætti að innihalda: a) land í eigu eða rekstri sveitarfélagsins; b) önnur afþreyingarlandsvæði innan sveitarfélagsins sem ekki eru í eigu eða rekin af borginni, að því tilskildu að þau séu opin almenningi. Þessi flokkur getur falið í sér ríkis-, eða skóla- og háskólalóð, auk lóða sjálfseignarstofnana. Ef borgir tilkynna eingöngu almenningsrými utandyra skv. a) skal taka það fram. Kópavogur skilaði gögnum skv. a). Gagnaveitur: Innanhús gögn.