Lýsing
Hlutfall opinberra bygginga sem eru aðgengilegar einstaklingum með sérþarfir skal reiknað sem fjöldi opinberra bygginga sem eru aðgengilegar einstaklingum með sérþarfir (teljari) deilt með heildarfjölda opinberra bygginga í sveitarfélaginu (nefnari). Niðurstaðan skal margfölduð með 100 og gefin upp sem prósenta. Skilgreiningin á aðgengilegri byggingu skal byggð á viðeigandi reglugerðum í hverju landi fyrir sig. Svo að bygging geti talið aðgengileg þarf hún oftast að uppfylla þessar kröfur: — aðgengileg bílastæði — aðgengilegan aðalinngang — sjálfvirkar hurðir — viðunandi lýsingu — aðgengileg baðhergbergi — lyftur á allar hæðir