6.3 Fjöldi háskólagráða í vísinda,- tækni,- verkfræði- og stærðfræðigreinum á 100 000 íbúa
Lýsing
Fjöldi háskólagráða í vísinda,- tækni,- verkfræði- og stærðfræðigreinum (STEM) á 100.000 íbúa skal reikna sem fjöldi fólks sem hefur háskólagráður með sérhæfingu eða aðalgrein í fræðigrein innan STEM-greinar (teljari) deilt með 1/100.000 af heildarfjölda sveitarfélagsins (nefnari). Niðurstaðan skal gefin upp sem fjöldi háskólagráða í vísinda,- tækni,- verkfræði- og stærðfræðigreinum á 100.000 íbúa. STEM háskólamenntun skal vísa til háskólamenntunar sem sérhæfir sig í greinum innan sviða vísinda, tækni, verkfræði og stærðfræði og er ætlað að ná víðtæku sviði menntunar og atvinnutækifæra, handan þrengri sviða vísinda og stærðfræði. STEM námsbrautir eru venjulega flokkaðar eftir nokkrum atvinnuþyrpingum: tölvunarfræði og tækni; stærðfræði; stafrænni tónlist og stafrænum listum, verkfræði og landmælingum; og náttúru-, eðlis- og lífvísindum. Þessi mælikvarði skal aðeins vísa til fólks sem er hluti af heildaríbúafjölda sveitarfélagsins og skal undanskilja íbúa sem búa í sveitarfélaginu til skamms tíma og alþjóðlega námsmenn.